Blúshátíðin hefst á Skólavörðustíg um helgina

Posted on: March 19th, 2018 by Ritstjóri

Hin árlega Blúshátíð í Reykjavík verður sett laugardaginn 24. mars kl. 14:00. Þá verður ekið að hætti Suðurríkjafólks frá Hallgrímskrikju niður Skólavörðustíginn með lúðrasveit, líkbíl og líflegum mannskap.  Gert er ráð fyrir að fjöldi fólks mæti og gangi fylgtu liði niður stíginn.  KFornbílar aka  síðan á eftir göngunni og fjölþættir blústónleikar verða fyrir framan Ófeig gullsmiðju, auk […]

Lyfja opnar í “straujárninu” að Hafnarstræti 19

Posted on: March 19th, 2018 by Ritstjóri

Lyfja hefur opnað nýtt apótek við Hafnarstræti 19, í glæsilegu húsnæði í hjarta miðborgarinnar þar sem Ingibjörg Arnardóttir er vottaður lyfsali og umsjónamaður verslunar er Filipus Th. Ólafsson. Í þessu glæsilega endurreista húsi sem forðum hýsti Rammagerðina og  er í dag bogalagað í austurátt – líkt og straujárn – opnaði fyrir skemmstu nýtt og veglegt Icelandair […]

Hápunktur Sónar í kvöld

Posted on: March 17th, 2018 by Ritstjóri

    Hápunktur Sónar í Reykjavík er án nokkurs efa hljómsveitin Underworld sem kemur fram í kvöld í Hörpu. Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og komast fáir með tærnar þar sem hún hefur hælana hvað sviðsframkomu og sjónarspil á tónleikum varðar. Íslendingar fengu að kynnast því þegar sveitin kom fram í […]

Hönnunarmars og Sónar

Posted on: March 16th, 2018 by Ritstjóri

Árlegur Hönnunarmars er nú haldinn í 10. sinn og speglar ótrúlega grósku og fjölbreytileika. Dagskráin er hér: https://honnunarmars.is Meginvettvangur sýninga og viðburða er sjálf miðborgin en þar fer á sama tíma fram annars konar “hönnunarsýning”; Sónar hátíðin hvar tíðnisvið skrautlegra hljóða og myndskeiða eru í fyrirrúmi, m.a. í Hörpunni, Húrra og víðar. Nánar um það […]

HönnunarMars fagnar heilum áratug

Posted on: March 15th, 2018 by Ritstjóri

HönnunarMars var settur í 10. sinn í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í dag. Á HönnunarMars er ýmis konar hönnun kynnt á ólíkum stöðum í miðbænum. Á meðal viðburða ár hvert eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar. Á HönnunarMar sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun. Þátttakendur hátíðarinnar telja um 400 […]

Njarðarskjöldurinn afhentur í Höfða miðvikudaginn 14.mars

Posted on: March 6th, 2018 by Ritstjóri

Hin árlega afhending Njarðarskjaldarins verður í Höfða miðvikudaginn 14.mars n.k. og hefst athöfnin. Dagur Eggertsson borgarstjóri mun afhenda skjöldinn að þessu sinni að viðstöddu fjölmenni. Af þessu tilefni koma einnig fram þekktir tónlistarmenn, m.a. bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir. Þá verða afhent verðlaun fyrir frumlega og ferska nálgun í verslun og viðskiptum og ber þau […]

Hamingjustundir í hjarta borgarinnar

Posted on: February 16th, 2018 by Ritstjóri

Föstudagar eftir vinnu eru vinsælir til að fara með vinnufélögum og vinum að lyfta sér upp. Fjölmargir staðir bjóða upp á vildarkjör milli 17:00 og 19:00 síðdegis, á svonefndum “Hamingjustundum” eða “Happy hours”. Miðborgin skartar ótal skemmtilegum stöðum, kaffihúsum, börum og veitingahúsum sem hafa “Hamingjustundir” í hávegum. Þeirra á meðal er Petersen svítan á þaki […]

Bolludegi fylgir Sprengidagur og þá Öskudagur. En hví?

Posted on: February 13th, 2018 by Ritstjóri

Bílífisdagar febrúarmánuðar eru hafnir. Rjómablíðu Bolludagsins fylgir kjötveisla sem einkennir Sprengidag og eftir það hefjast sjálf meinlætin. Öskudag ber að þessu sinni ber upp á miðvikudaginn 14.febrúar. Á páskunum er dauða og upprisu Jesú minnst. Fyrir páskahátíðina er undirbúningstími og sá tími nefnist fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Fastan hefst á Öskudegi […]

Langur laugardagur á Vetrarhátíð

Posted on: February 3rd, 2018 by Ritstjóri

Fyrsti laugardagur í febrúar blasir við okkur – Langur laugardagur. Borgin er skreytt fögrum litum og munstrum sem aldrei fyrr; Vetrarhátíð er hafin – hin mikla ljósaveisla hávetrarins. Listsýningar um alla miðborg, tónleikar og viðburðir skreyta mannlífið þessa dagana. Þetta er tími til að kynnast borginni sinni og njóta.

Nýja Sundhöllin gefur góða raun

Posted on: February 1st, 2018 by Ritstjóri

Sundhöllin opnaði á ný eftir endurbætur í desemberbyrjun og hafa vinsældir hennar farið sífellt vaxandi síðan. Hinni nýju útilaug er ætlað að létta álaginu af Vesturbæjarlaug og Laugardalslaug en ásókn í þær hefur aukist mjög á síðastliðnum árum. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að sannkölluð heilsulind hafi verið opnuð í Miðborginni sem íbúar […]