Kjötsdúpudagur laugardaginn 21.október

Posted on: October 15th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Framundan er hinn árlegi Kjötsúpudagur á Skólavörðustíg, en þá verður að vanda miklu tjaldað til og þúsundum lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Potturinn og pannan í þessum árlega stórviðburði er Jóhann Jónsson meistarakokkur og athafnaskáld í Ostabúðinni, en honum til atfylgis er m.a. fjölskyldan að baki Gullsmiðju Ófeigs, Eggert feldskeri og [...]

Langur laugardagur 7.október

Posted on: October 6th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Aldrei að segja aldrei

Posted on: September 16th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Á Skólavörðustíg getur að líta myndlistarsýningu sem speglar ímyndaðan raunveruleika sem myndasmiðirnir sjálfir telja að aldrei muni raungerast.Sýningunni hefur verið komið fyrir á þartilgerðum búkkum á bílastæðum Skólavörðustígsins og mun standa til septemberloka, en þá lýkur tímabili Sumargatna sem staðið hefur frá 1.maí sl. Allir eru hvattir til að skoða umrædda sýningu og velta fyrir [...]

Doktorinn í Fjallakofanum

Posted on: August 31st, 2017 by Ritstjóri No Comments

Einn skemmtilegasti og öflugasti varðmaður íslenskra neytenda hefur um árabil verið tónlistarmaðurinn og lífskúnstnerinn Dr. Gunni. Hann starfar nú hjá Fjallakofanum og vekur í dag athygli á 20% útsölu fyrirtækisins með frumlegum hætti á Fésbókarsíðu sinni. Neytendasamtökin ættu að leita liðsinnis Dr. Gunna og endurvekja óhefðbundna rannsóknarvinnu hans á vörum og verðlagi sem í senn [...]

Löng röð í vöfflur hjá borgarstjóra

Posted on: August 19th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Venju samkvæmt buðu borgarstjórahjónin Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir í vöfflukaffi en Höfuðborgarstofa sér um tíu heimilum í Þingholtunum fyrir hráefni í vöfflur í tilefni af Menningarnótt. Sumir gestgjafar bjóða uppá skemmtiatriði en aðrir láta vöfflurnar nægja. Um árabil hefur Dagur B. Eggertsson boðið heim til sín í vöfflukaffi og nýtur viðburðurinn mikilla [...]

Menningardagur- og nótt

Posted on: August 18th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Laugardaginn 19.ágúst brestur á með hinni árlegu Menningarnótt í Reykjavík. Menningarnóttin hefst reyndar að morgni dags og lýkur fyrir miðnætti. Maraþonhlaup Íslandsbanka setur jafnan svip sinn á daginn, miðborgin verður að mestu lokuð almennri bílaumferð og frítt er í Strætó fyrir alla. Stórtónleikar verða að venju bæði í Hljómskálagarði og við Arnarhól. Akranes er gestabær [...]

Gleðigangan nær hámarki í Hljómskálagarðinum

Posted on: August 12th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Gleðiganga og skemmtanahald Hinsegin daga verður í Lækjargötu og víðar í dag, laugardaginn 12. ágúst 2017. Uppstilling göngunnar verður á Hverfigötu, milli Ingólfstrætis og Klapparstígs frá kl. 11:00. Gangan sjálf hefst kl. 14:00 og gengið er frá gatnamótum Ingólfstrætis og Hverfisgötu, niður Hverfisgötu, inn á Lækjargötu, eftir Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Bragagötu (Sóleyjargata [...]

Stíg í væng á Stígnum fagra!

Posted on: July 31st, 2017 by Ritstjóri No Comments

Skólavörðustígurinn er af mörgum talinn vera fegursta gata landsins. Iðandi mannlíf, fallegar verslanir og veitingahús einkenna þessa götu sem tekin var vandlega í gegn fyrir 10 árum. Sú endurgerð með tilheyrandi uppgreftri, lokunum og tálmunum hvers konar olli rekstraraðilum á götunni verulegum búsifjum, en þeim mun betri Skólavörðustíg þegar upp var staðið. Í dag er [...]

Veggjakot víki fyrir vegglist

Posted on: July 25th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Engum dylst hversu hvimleitt veggjakrotið í miðborginni getur orðið, ef ekki næst að hreinsa það jafnóðum. Ein farsælasta vörn gegn veggjakroti fyrir utan að hreinsa það jafnóðum, er að skreyta veggi skapandi og óvenjulegri vegglist. Það er gildir nefnilega hið sama um muninn á veggjakroti og vegglist og um muninn á kroti og list: Hið [...]

Munngát á heimsmælikvarða!

Posted on: July 24th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Hið sõgufræga kaffihús MOKKA við Skólavõrðustíg hefur õðlast nýjan rústrauðan lit. Það lyftir ásýnd Stígsins enn frekar, en gatan er ein sú fegursta í borginni. Á Mokka býðst síðan einhver albesti kaffidrykkur sem um getur ; Sviss Mokka sem gerður er úr ekta súkkulaði, espressókaffi og þeyttum rjóma. Þar fer munngát á heimsmælikvarða!