Sumarauki í september

Posted on: September 8th, 2012 by Ritstjóri No Comments

Blíðviðrið sem einkennt hefur veðurfar sumarsins virðist ætla að halda áfram. Laugardagurinn 8.september hófst sem hásumardagur og mannlífið lætur ekki á sér standa. Vinnustofan LomaLAB undir handleiðslu tónskáldsins Jespers Pedersen í Listasafni Reykjavíkur kl. 13:00 , Skákveisla í Ráðhúsinu kl. 14:00 , Heilsdags-chill á Hjartatorgi og Sálgæslusveit Sigurðar Flosasonar í Munnhörpunni kl. 15:00 eru meðal þess sem miðborgin býður upp á þennan sólríka laugardag.

Skildu eftir athugasemd

*
*