Upplifunarmekkan Ísland!

Posted on: September 3rd, 2012 by Ritstjóri No Comments

Menningarnótt markaði upphaf  samfellds hátíðahalds sem stendur frá 18.ágúst til ársloka. Vel heppnuð Jazzhátíð Reykjavíkur er að baki, kvikmyndahátíðin RIFF, Reykjavik International Film Festival hefst síðar í september og rennur saman við Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin sem hér verða haldin  5. & 6. október.

Þá styttist í þann hápunkt aðsóknar erlendra gesta sem alþjóðlega tónlistarhátíðin Airwaves markar, en hún stendur frá 31.október til 4.nóvember að þessu sinni og er þegar uppselt á hátíðina. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tryggt sér miða á hátíðina en einmitt nú og eru þeir alls um 4000 talsins.

Margir spennandi viðburðir prýða nóvembermánuð í miðborg Reykjavíkur og síðan brestur á með árlegu jólahaldi sem sjaldan hefur tekist betur en með tilkomu sérstaks jólastarfshóps sem borgarstjóri skipaði á síðasta ári.

Ísland rís því vel undir nafni sem eitt eftirsóknarverðasta upplifunarland heims um þessar mundir,

Skildu eftir athugasemd

*
*