Stjörnum prýddur Langur laugardagur

Posted on: June 3rd, 2017 by Ritstjóri 2 Comments

Fyrsti laugardagur hvers hefur um áratuga skeið heitið Langur laugardagur í miðborginni, en þá er jafnan meira um að vera en á öðrum laugardögum, verslanir opnar lengur, veitingahús þéttsetnari og viðburðahald með líflegasta móti.

Laugardagurinn 3.júní er óvenju mörgum stjörnum prýddur. Kl. 14:00 mun Högni Egilsson hefja upp raust sína í porti Kex hostels og flytja íslenska þjóðsönginn í aðdraganda æsispennandi viðureignar íslenska kvennalandsliðsins og knattspyrnufélagsins Mjaðmarinnar, allt í nafni UNICHEF.

Þá munu bestu vinir barnanna, þeir Sveppi og Villi opna stórhátíð á Ingólfstorgi á sama tíma, en þar er fagnað 5 ævintýralegum árum WOW fram eftir degi með stórstjörnum á borð við Pál Óskar,Áttunni, Auði, Sturlu Atlas, DJ Ruff o.fl. Sirkus Íslands verður einnig með uppákomur, andlitsmálning verður í boði, lukkuhjól, popp, ís og pylsur svo nokkuð sé nefnt.

Þá er súperstjarna íslenskrar myndlistar í brennidepli í afar metnaðarfullri yfirlitssýningu verka Ragnars Kjartanssonar sem opnuð verður af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra kl. 16:00 í Listasafni Reykjavíkur.
Hannesarholt býður upp á lifandi sígilda tónlist síðdegi í dag og er þá fátt eitt talið.
Screen Shot 2017-06-03 at 09.45.01
Kvöldið er síðan smekkfullt af skemmtilegheitum með Úlfi Úlfi á Húrra, Pálma Sigurhjartarsyni við flygilinn í Græna herberginu og svo mætti lengi telja.

Veðrið er eins og best verður á kosið og tilvalið að ganga í bæinn, vera, versla og njóta alls þess sem miðja höfuðborgarinnar hefur upp á að bjóða.

2 Athugasemdir

  1. Tanner says:

    What i don’t understood is in fact how you are no longer really much more neatly-favored than you may be now. You are so intelligent. You already know thus considerably with regards to this topic, made me personally imagine it from a lot of varied angles. Its like women and men don’t seem to be involved except it is something to do with Woman gaga! Your own stuffs outstanding. At all times deal with it up!

  2. Shelton says:

    I would like to thank you for the efforts you have put in writing this website. I am hoping the same high-grade web site post from you in the upcoming as well. In fact your creative writing skills has inspired me to get my own website now. Actually the blogging is spreading its wings quickly. Your write up is a great example of it.

Skildu eftir athugasemd

*
*