Archive for the ‘Fréttir’ Category

Dýrðlegur desember – Miðborgin okkar býður þér heim

Posted on: December 14th, 2013 by Ritstjóri No Comments

  Miðborgin okkar býður þér heim í dýrðlegan desember. Miðborgin iðar af lífi og opið er til klukkan 22 til jóla, en sunnudaginn 15.des til kl. 18. Fjölmargir viðburðir eru skipulagðir til jóla og þar á meðal er hinn glæsilegi Jólabær á Ingólfstorgi   Hurðaskellir kemur í heimsókn Jólabærinn kl. 16 og 17:45 lau. og […]

Á annan tug erlendra fjölmiðla fylgjast með jólaundirbúningi

Posted on: November 24th, 2012 by Ritstjóri No Comments

Vaxandi áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi að vetrarlagi hefur meðal annars leitt til þess að erlendir fjölmiðlarisar hafa ákveðið að staðsetja útsendara sína og myndatökumenn í Reykjavík í aðdraganda jólanna og hafa sumir þegar hafið upptökur og útsendingar frá Íslandi. Þannig er stærsta sjónvarpsstöð Japan með starfsmenn sína hér um þessar mundir og sama má […]

Jólin koma!

Posted on: November 15th, 2012 by Ritstjóri 1 Comment

Opnunartímar og jólahald í miðborginni á aðventu. Á fjölmennum jólafundi sem haldinn var í Ráðhúsinu var ákveðið að opnunartímar verslana í miðborginni yrðu sem hér segir: Frá fimmtudeginum 13.desember til og með 22.desember er opið frá kl. 10:00 – 22:00 alla daga, nema sunnudaginn 16.desember, þá er opið kl. 13:00 – 18:00. Sunnudaginn 23.desember, Þorláksmessu […]

Stærsta tónlistarhátíð landsins sett á Ingólfstorgi

Posted on: October 31st, 2012 by Ritstjóri No Comments

Miðvikudaginn 31.október kl. 14:00 hófst hin alþjóðlega tónlistarhátíð Iceland Airwaves með tónleikum í örsmáu húsi á Ingólfstorgi. Það var hljómsveitin Tilbury sem reið á vaðið með þessum skemmtilega hætti og aðeins 3 tónleikagestir komust fyrir í húsinu en fjölmargir stóðu allt í kring og hlýddu á leik sveitarinnar. Á sjötta þúsund gestir sækja hátíðina að […]

Jólafundur í Ráðhúsi

Posted on: October 31st, 2012 by Ritstjóri 1 Comment

Þriðjudaginn 6.nóvember kl. 18:00 gengst Miðborgin okkar fyrir opnum Jólafundi í matsal Ráðhússins. Starfsmenn Höfuðborgarstofu og fleiri sviða Reykjavíkurborgar mæta á fundinn og ræða við rekstraraðila um væntingar þeirra og áherslur jafnhliða því að kynna þeim það sem þegar er á teikniborðinu. Ráðgert er að fundurinn standi í um eina klukkustund og er hann opinn […]

Rokktóber í miðborginni

Posted on: October 15th, 2012 by Ritstjóri 1 Comment

Októbermánuður er öllu jöfnu mikill tónleikamánuður, enda tugir hljómplatna íslenskra listamanna að koma á markað þessa dagana. Þá hefst hin heimsfræga tónleikahátíð Iceland Airwaves í lok Rokktóbermánaðar en hana sækja að þessu sinni á fimmta þúsund erlendra tónleikagesta. Tugir staða hafa þegar skilgreint sig sem “off-venue” og bjóða upp á dagskrá fyrir þá fjölmörgu sem ekki […]

Sumarauki í september

Posted on: September 8th, 2012 by Ritstjóri 1 Comment

Blíðviðrið sem einkennt hefur veðurfar sumarsins virðist ætla að halda áfram. Laugardagurinn 8.september hófst sem hásumardagur og mannlífið lætur ekki á sér standa. Vinnustofan LomaLAB undir handleiðslu tónskáldsins Jespers Pedersen í Listasafni Reykjavíkur kl. 13:00 , Skákveisla í Ráðhúsinu kl. 14:00 , Heilsdags-chill á Hjartatorgi og Sálgæslusveit Sigurðar Flosasonar í Munnhörpunni kl. 15:00 eru meðal […]

Upplifunarmekkan Ísland!

Posted on: September 3rd, 2012 by Ritstjóri 2 Comments

Menningarnótt markaði upphaf  samfellds hátíðahalds sem stendur frá 18.ágúst til ársloka. Vel heppnuð Jazzhátíð Reykjavíkur er að baki, kvikmyndahátíðin RIFF, Reykjavik International Film Festival hefst síðar í september og rennur saman við Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin sem hér verða haldin  5. & 6. október. Þá styttist í þann hápunkt aðsóknar erlendra gesta sem alþjóðlega tónlistarhátíðin Airwaves markar, […]

Almenn ánægja með sumarið

Posted on: September 3rd, 2012 by Ritstjóri 1 Comment

Sumarið 2012 verður að líkindum lengi í minnum haft fyrir einmuna veðurblíðu og meiri straum erlendra ferðamanna en nokkru sinni í samanlagðri sögu þjóðarinnar. Framundan bíða verkefni á borð við mælingar á innlendri veltu og erlendri, samningar um framhald á tilraunum með göngugötur – eður ei- , ummönnun torga á borð við Ingólfstorg, Hjartatorg o.fl. […]

Bill Frisell á lokakvöldi Jazzhátíðar Reykjavíkur

Posted on: September 2nd, 2012 by Ritstjóri No Comments

Glæsileg Jazzhátíð Reykjavíkur er senn að baki og á lokakvöldi hennar laugardaginn 1.september leikur hinn heimsfrægi gítarleikari Bill Frisell lög John Lennon í nýjum útsetningum ásamt hljómsveit sinni. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og fara fram í Silfurbergi Hörpu. Hægt að nálgast miða í Hörpu eða á midi.is. Mynd: www.reykjavikjazz.is/