Archive for the ‘Fréttir’ Category

Dýrðlegur desember – Miðborgin okkar býður þér heim

Posted on: December 14th, 2013 by Ritstjóri 14 Comments

  Miðborgin okkar býður þér heim í dýrðlegan desember. Miðborgin iðar af lífi og opið er til klukkan 22 til jóla, en sunnudaginn 15.des til kl. 18. Fjölmargir viðburðir eru skipulagðir til jóla og þar á meðal er hinn glæsilegi Jólabær á Ingólfstorgi   Hurðaskellir kemur í heimsókn Jólabærinn kl. 16 og 17:45 lau. og […]

Á annan tug erlendra fjölmiðla fylgjast með jólaundirbúningi

Posted on: November 24th, 2012 by Ritstjóri 445 Comments

Vaxandi áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi að vetrarlagi hefur meðal annars leitt til þess að erlendir fjölmiðlarisar hafa ákveðið að staðsetja útsendara sína og myndatökumenn í Reykjavík í aðdraganda jólanna og hafa sumir þegar hafið upptökur og útsendingar frá Íslandi. Þannig er stærsta sjónvarpsstöð Japan með starfsmenn sína hér um þessar mundir og sama má […]

Jólin koma!

Posted on: November 15th, 2012 by Ritstjóri 724 Comments

Opnunartímar og jólahald í miðborginni á aðventu. Á fjölmennum jólafundi sem haldinn var í Ráðhúsinu var ákveðið að opnunartímar verslana í miðborginni yrðu sem hér segir: Frá fimmtudeginum 13.desember til og með 22.desember er opið frá kl. 10:00 – 22:00 alla daga, nema sunnudaginn 16.desember, þá er opið kl. 13:00 – 18:00. Sunnudaginn 23.desember, Þorláksmessu […]

Stærsta tónlistarhátíð landsins sett á Ingólfstorgi

Posted on: October 31st, 2012 by Ritstjóri 14 Comments

Miðvikudaginn 31.október kl. 14:00 hófst hin alþjóðlega tónlistarhátíð Iceland Airwaves með tónleikum í örsmáu húsi á Ingólfstorgi. Það var hljómsveitin Tilbury sem reið á vaðið með þessum skemmtilega hætti og aðeins 3 tónleikagestir komust fyrir í húsinu en fjölmargir stóðu allt í kring og hlýddu á leik sveitarinnar. Á sjötta þúsund gestir sækja hátíðina að […]

Jólafundur í Ráðhúsi

Posted on: October 31st, 2012 by Ritstjóri 330 Comments

Þriðjudaginn 6.nóvember kl. 18:00 gengst Miðborgin okkar fyrir opnum Jólafundi í matsal Ráðhússins. Starfsmenn Höfuðborgarstofu og fleiri sviða Reykjavíkurborgar mæta á fundinn og ræða við rekstraraðila um væntingar þeirra og áherslur jafnhliða því að kynna þeim það sem þegar er á teikniborðinu. Ráðgert er að fundurinn standi í um eina klukkustund og er hann opinn […]

Rokktóber í miðborginni

Posted on: October 15th, 2012 by Ritstjóri 355 Comments

Októbermánuður er öllu jöfnu mikill tónleikamánuður, enda tugir hljómplatna íslenskra listamanna að koma á markað þessa dagana. Þá hefst hin heimsfræga tónleikahátíð Iceland Airwaves í lok Rokktóbermánaðar en hana sækja að þessu sinni á fimmta þúsund erlendra tónleikagesta. Tugir staða hafa þegar skilgreint sig sem “off-venue” og bjóða upp á dagskrá fyrir þá fjölmörgu sem ekki […]

Sumarauki í september

Posted on: September 8th, 2012 by Ritstjóri 46 Comments

Blíðviðrið sem einkennt hefur veðurfar sumarsins virðist ætla að halda áfram. Laugardagurinn 8.september hófst sem hásumardagur og mannlífið lætur ekki á sér standa. Vinnustofan LomaLAB undir handleiðslu tónskáldsins Jespers Pedersen í Listasafni Reykjavíkur kl. 13:00 , Skákveisla í Ráðhúsinu kl. 14:00 , Heilsdags-chill á Hjartatorgi og Sálgæslusveit Sigurðar Flosasonar í Munnhörpunni kl. 15:00 eru meðal […]

Upplifunarmekkan Ísland!

Posted on: September 3rd, 2012 by Ritstjóri 2,810 Comments

Menningarnótt markaði upphaf  samfellds hátíðahalds sem stendur frá 18.ágúst til ársloka. Vel heppnuð Jazzhátíð Reykjavíkur er að baki, kvikmyndahátíðin RIFF, Reykjavik International Film Festival hefst síðar í september og rennur saman við Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin sem hér verða haldin  5. & 6. október. Þá styttist í þann hápunkt aðsóknar erlendra gesta sem alþjóðlega tónlistarhátíðin Airwaves markar, […]

Almenn ánægja með sumarið

Posted on: September 3rd, 2012 by Ritstjóri 43 Comments

Sumarið 2012 verður að líkindum lengi í minnum haft fyrir einmuna veðurblíðu og meiri straum erlendra ferðamanna en nokkru sinni í samanlagðri sögu þjóðarinnar. Framundan bíða verkefni á borð við mælingar á innlendri veltu og erlendri, samningar um framhald á tilraunum með göngugötur – eður ei- , ummönnun torga á borð við Ingólfstorg, Hjartatorg o.fl. […]

Bill Frisell á lokakvöldi Jazzhátíðar Reykjavíkur

Posted on: September 2nd, 2012 by Ritstjóri 21 Comments

Glæsileg Jazzhátíð Reykjavíkur er senn að baki og á lokakvöldi hennar laugardaginn 1.september leikur hinn heimsfrægi gítarleikari Bill Frisell lög John Lennon í nýjum útsetningum ásamt hljómsveit sinni. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og fara fram í Silfurbergi Hörpu. Hægt að nálgast miða í Hörpu eða á midi.is. Mynd: www.reykjavikjazz.is/