Archive for the ‘Fréttir’ Category

Haustvöruhátíð á Löngum laugardegi

Posted on: August 31st, 2012 by Ritstjóri 607 Comments

Laugardagurinn 1.september er Langur laugardagur og að venju margt um að vera. Haustvöruhátíð er yfirskriftin að þessu sinni, enda vaxandi vöruúrval hjá kaupmönnum. Lifandi jazztónlist mun hljóma víða um miðborgina frá 14 – 17 enda er helgin framundan lokahelgi vel heppnaðrar Jazzhátíðar Reykjavíkur.

Fjölmennasta menningarnótt allra tíma að baki

Posted on: August 20th, 2012 by Ritstjóri 46 Comments

Gríðarlega vel heppnuð og fjölsótt Menningarnótt er að baki og er talið að um 120.000 manns hafi alls sótt miðborgina á ólíkum tímum laugardagsins 18.ágúst. Fjölbreytileiki uppákoma og atriða var einnig meiri en nokkru sinni fyrr. Veðurblíða var einstök og stemningin með því besta sem nokkru sinni hefur ríkt í höfuðborginni.

Innipúkinn fagnar 10 ára afmæli

Posted on: August 6th, 2012 by Ritstjóri 633 Comments

Það var árið 2002 sem nokkrir tónlistamenn tóku sig saman og efndu til innihátíðar um Verslunarmannahelgina. Þetta voru þeir Svavar Pétur Eysteinsson og Borko úr hljómsveitinni Runk ásamt Dr. Gunna , Grími Atlasyni og fleirum úr hljómsveit Dr. Gunna. Hátíðin hlaut nafnið INNIPÚKINN og hefur vaxið og dafnað frá ári til árs. Margir af fremstu […]

Vaskur hópur stuðlar að hreinni og fegurri miðborg

Posted on: July 12th, 2012 by Ritstjóri 67 Comments

Í sl. viku hóf störf vaskur hópur undir forystu Finnboga Gústavssonar en hópnum er ætlað að dytta að ýmsu sem betur mætti fara í miðborginni, auka hreinsun og almenna fegurð í 101. Hópnum er ætlað að starfa í sumar, en auk hans er María Marko starfandi líkt og á sl. sumri ásamt hópi arkítekta sem […]

Risaskjár á Ingólfstorgi, grasi gróin ylströnd og tónleikahald

Posted on: June 25th, 2012 by Ritstjóri 883 Comments

Risaskjá hefur verið komið upp á Ingólfstorgi auk þess sem torgið hefur verið tyrft að hluta. Lækjartorg sækir í sig veðrið sem tónleikastaður á laugardagseftirmiðdögum og Hjartatorg er miðstöð hins unga og frjálsa Íslands. Brosandi borg er sannkallað réttnefni um þessar mundir.         

Þjóðhátíðardagurinn 17.júní

Posted on: June 25th, 2012 by Ritstjóri 221 Comments

Tíðindamaður Miðborgarinnar okkar fór á stúfana á 17. júní. Hér getur að líta nokkrar valdar þjóðhátíðarmyndir.            

Fuglar í Ráðhúsi

Posted on: June 13th, 2012 by Ritstjóri 1,823 Comments

Vert er að benda á einstaklega fallegar ljósmyndir sem nú eru til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur. Myndefnið er sótt í næsta nágrenni Ráðhússins og ber hæst myndir af svönum á Reykjavíkurtjörn og kríum í Vatnsmýrinni. Þó mannlífið í miðborginni sé oft fagurt á að líta í sólbjartri miðborginni sýna umræddar myndir að fuglalífið í borginni […]

Inspired by Iceland hefur skilað áþreifanlegum árangri nú þegar

Posted on: June 10th, 2012 by Ritstjóri 872 Comments

Ljóst er að landkynningarátakið Inspired by Iceland er í góðum höndum og er þegar farið að skila áþreifanlegum árangri í fjölgun ferðamanna á vetrartíma. Einkum eru það helgarferðir sem virðast heilla ferðamenn á þessum árstíma en jafnfrat má greina stóra hópa frá ýmsum heimshornum sem hér virðast dvelja á virkum dögum einnig. Fjölfarnasti ferðamannastaður Íslands […]

Ofbeldið burt!

Posted on: June 10th, 2012 by Ritstjóri 90 Comments

Einn dapurlegasti ljóður á samfélagi okkar er það ofbeldi sem brýst reglulega út á galeiðu næturlífsins í Reykjavík. Fólskulegar árásir illmenna á blásaklaust fólk sem í sumum tilfellum nær sér aldrei að fullu, er með öllu óviðunandi og löngu tímabært að skera upp herör gegn. Í langflestum tilfella af þessu tagi eru örvandi efni hvatinn […]

Viðhorfskönnun

Posted on: June 10th, 2012 by Ritstjóri 382 Comments

Nú liggja fyrir niðurstöður viðhorfskönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Miðborgina okkar um ýmis mál er varða rekstraraðila og almenning í miðborginni. Hægt er að skoða niðurstöðurnar í pdf viðhengi. Viðhorfskönnun meðal aðila sem stunda rekstur í miðborginni apríl 2012