Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Vitundarvekjandi Umhverfishátíð í Norræna húsinu

Posted on: April 7th, 2018 by Ritstjóri

Fjölbreytt umhverfisdagskrá fyllir Norræna húsið um helgina. Markmið hennar er að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að grænna heimili. Boðið er upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir þjóna allir þeim tilgangi að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum. […]

Gabríela sýnir í miðborginni

Posted on: April 7th, 2018 by Ritstjóri

Hin frábæra listakona Gabríela Friðriksdóttir opnar sýningu í dag í Hverfisgalleríinu við Hverfisgötu 4 þar sem málverk í lakkríslitum verða til sýnis. Þetta er tilvalið tækifæri til að kíkja í bæinn í góða veðrinu, versla og næra bæði sál og líkama.

12 tónar 20 ára

Posted on: April 6th, 2018 by Ritstjóri

Hljómplötu- og geisladiskaverslunin 12 tónar fagnar 20 ára starfsafmæli sínu í dag. 12 tónar byrjuðu á Grettisgötunni en fluttu sig fljótlega á Skólavörðustíginn, þar sem þeir eru enn til húsa. 12 tónar hafa líka starfað sem útgáfa og gefið út fjölda hljómplatna, þ.á.m. Við og við Ólafar Arnalds, Seríu plötur Skúla Sverrissonar og Englabörn Jóhanns […]

“Röndóttir” opnunartímar í miðborginni

Posted on: March 28th, 2018 by Ritstjóri

Opnunartími verslana miðborgarinnar um páska mótuðust til skamms tíma af vilja kirkjunnar manna sem speglaðist í reglugerðum sem lögreglan í Reykjavík leitaðist löngum við að framfylgja. Á þessu hefur orðið umtalsverð breyting á undanförnum árum. Þeir dagar sem til þessa hafa verið “rauðir” dagar í dagatali Miðborgarinnar okkar eru nú í besta falli “röndóttir” , […]

Korkímon opnar einkasýningu á Skólavörðustíg

Posted on: March 24th, 2018 by Ritstjóri

Listakonan Korkímon hefur opnað sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Heima að Skólavörðustíg 12. Verk hennar eru afar áhugaverð og er full ástæða til að óska listakonunni ungu innilega til hamingju með þetta fljúgandi start á ferlinum. Jafnframt er áhugafólk um myndlist hvatt til að sækja þetta nýja gallerí heim og skoða þá áhugaverðu list sem […]

Blúshátíðin hefst á Skólavörðustíg um helgina

Posted on: March 19th, 2018 by Ritstjóri

Hin árlega Blúshátíð í Reykjavík verður sett laugardaginn 24. mars kl. 14:00. Þá verður ekið að hætti Suðurríkjafólks frá Hallgrímskrikju niður Skólavörðustíginn með lúðrasveit, líkbíl og líflegum mannskap.  Gert er ráð fyrir að fjöldi fólks mæti og gangi fylgtu liði niður stíginn.  KFornbílar aka  síðan á eftir göngunni og fjölþættir blústónleikar verða fyrir framan Ófeig gullsmiðju, auk […]

Lyfja opnar í “straujárninu” að Hafnarstræti 19

Posted on: March 19th, 2018 by Ritstjóri

Lyfja hefur opnað nýtt apótek við Hafnarstræti 19, í glæsilegu húsnæði í hjarta miðborgarinnar þar sem Ingibjörg Arnardóttir er vottaður lyfsali og umsjónamaður verslunar er Filipus Th. Ólafsson. Í þessu glæsilega endurreista húsi sem forðum hýsti Rammagerðina og  er í dag bogalagað í austurátt – líkt og straujárn – opnaði fyrir skemmstu nýtt og veglegt Icelandair […]

Hápunktur Sónar í kvöld

Posted on: March 17th, 2018 by Ritstjóri

    Hápunktur Sónar í Reykjavík er án nokkurs efa hljómsveitin Underworld sem kemur fram í kvöld í Hörpu. Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og komast fáir með tærnar þar sem hún hefur hælana hvað sviðsframkomu og sjónarspil á tónleikum varðar. Íslendingar fengu að kynnast því þegar sveitin kom fram í […]

Hönnunarmars og Sónar

Posted on: March 16th, 2018 by Ritstjóri

Árlegur Hönnunarmars er nú haldinn í 10. sinn og speglar ótrúlega grósku og fjölbreytileika. Dagskráin er hér: https://honnunarmars.is Meginvettvangur sýninga og viðburða er sjálf miðborgin en þar fer á sama tíma fram annars konar “hönnunarsýning”; Sónar hátíðin hvar tíðnisvið skrautlegra hljóða og myndskeiða eru í fyrirrúmi, m.a. í Hörpunni, Húrra og víðar. Nánar um það […]

HönnunarMars fagnar heilum áratug

Posted on: March 15th, 2018 by Ritstjóri

HönnunarMars var settur í 10. sinn í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í dag. Á HönnunarMars er ýmis konar hönnun kynnt á ólíkum stöðum í miðbænum. Á meðal viðburða ár hvert eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar. Á HönnunarMar sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun. Þátttakendur hátíðarinnar telja um 400 […]