Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Blíðan í bænum speglast í mannfólkinu

Posted on: July 15th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Sól skín í heiði og mannfólkið streymir í bæinn. Aldrei hafa fleiri valkostir verið í boði fyrir þá sem vilja njóta veitinga eða verslunar í miðborg Reykjavíkur, ný söfn og afþreyingarmöguleikar bætast við í hverjum mánuði, enda aldrei fleiri gestir verið samankomnir á einum bletti en raun ber nú vitni í miðborg Reykjavík sumarið 2017. [...]

Sörur á safni lista

Posted on: July 4th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Freyjudjassinn heldur áfram í Listasafni Íslands og í dag, þriðjudag 4.júlí kl. 12:00 stíga þar á stokk þær Sara Blandon söngkona og Sara Mjöll Magnúsdóttir píanóleikari. Óhætt er að mæla með þessum tónleikum, báðar þykja Sörurnar skara fram úr, hvor á sínu sviði.

Góðu kaupin gerast enn

Posted on: June 30th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Laugardagurinn 1.júlí er Langur laugardagur og þá eru verslanir jafnan opnar lengur og um þessar mundir er sumartilboð víða að finna. Mikill fjöldi erlendra gesta er í miðborginni um þessar mundir og mannlífið með fjörugasta móti.

Reykjavík Midsummer Music festival hefst í kvöld

Posted on: June 22nd, 2017 by Ritstjóri No Comments

Hin margverðlaunaða tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar hefst í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af hápunktum tónleikaársins. Þema hátíðarinnar í ár er frelsi, en hún státar af sumum af mest spennandi tónlistarmönnum klassíska heimsins. Þar ber helst að nefna fiðluvirtúósana [...]

Miðborgarsjóður tekur til starfa

Posted on: June 21st, 2017 by Ritstjóri No Comments

Nýr Miðborgarsjóður hefur tekið til starfa og mun hann veita styrki til uppbyggilegra verkefna á vettvangi miðborgarinnar. Nánari upplýsingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is/midborgarsjodur

Hátíðarhöld í rigningunni

Posted on: June 17th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Landsmenn hafa ekki látið rigninguna aftra sér frá því að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í dag, en hér ber að líta mynd úr skrúðgöngu á Fríkirkjuveginum. Mikill fjöldi var á Austurvelli á tólfta tímanum í lok guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp. [...]

Fiskisúpudagurinn á laugardag

Posted on: June 7th, 2017 by Ritstjóri No Comments

N.k. laugardag, 10.júní er árlegur Fiskisúpudagur í miðborginni, en þá bjóða rekstraraðilar gestum og gangandi að njóta gómsætrar Fiskisúpu. Rekstraraðilar hafa til dagsloka á fimmtudag að skrá sig til þátttöku og reiknað er með að súpan verði fram reidd frá og með kl. 13:00 á laugardag.

Stjörnum prýddur Langur laugardagur

Posted on: June 3rd, 2017 by Ritstjóri No Comments

Fyrsti laugardagur hvers hefur um áratuga skeið heitið Langur laugardagur í miðborginni, en þá er jafnan meira um að vera en á öðrum laugardögum, verslanir opnar lengur, veitingahús þéttsetnari og viðburðahald með líflegasta móti. Laugardagurinn 3.júní er óvenju mörgum stjörnum prýddur. Kl. 14:00 mun Högni Egilsson hefja upp raust sína í porti Kex hostels og [...]

Helgarblíðan laðar að fólkið

Posted on: May 20th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Einmunablíða í höfuðborginni laðar nú fjölda fólks að miðborginni og blandast þar innlendir sem erlendir vegfarendur sem kjósa að spranga um, versla, njóta veitinga og vellystinga. Mikill fjöldi skemmtilegra viðburða á borð við myndlistarsýningar, tónleika og mannfagnaða hvers konar skreytir síðan mannlífið og menningarflóruna í miðborginni um þessar mundir.

Farmers Market opnar glæsiverslun að Laugavegi 37

Posted on: May 13th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Miðborginni hefur bæst dýrmætur liðsauki með tilkomu glæsilegrar verslunar Farmers market á Laugavegi 37, en hún var formlega opnuð sl. fimmtudag. Hljómsveit Jóels Pálssonar annars eiganda Farmers market lék fyrir gesti og féllu sú hljóð vel að glæsilegri og rammíslenskri hönnun Bergþóru Guðnadóttur, eiginkonu og meðeiganda Jóels. Fyrir er verslun og höfuðstöðvar Farmers Market að [...]