Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Árlegt skemmtikvöld sem aldrei klikkar

Posted on: November 28th, 2017 by Ritstjóri 41 Comments

Hið árvissa og sívinsæla Skemmtikvöld Kormáks og Skjaldar verður haldið í Þjóðleikhúsinu í kvöld, þriðjudaginn 28.nóvember kl. 21:00 . Vissara er þó talið að mæta nokkru fyrr því salur Þjóðleikhússins er fljótur að fyllast á þessum skondna menningarviðburði. Þeir kumpánar Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson hafa rekið hina stílhreinu Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar um áratugaskeið, […]

Föstudagur til fjár er hinn “svarti fössari” miðborgarinnar

Posted on: November 24th, 2017 by Ritstjóri 61 Comments

Kostakjaradagurinn Black Friday hefur mjög rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum. Íslenskir rekstraraðilar hafa ýmist kosið að nota enska heitið eða þýða það beint yfir í Svartan föstudag. Orð ársins 2016 varð síðan orðið “fössari” og ýmsir hafa kosið að nota Svartur fössari í ár. Miðborgin okkar kýs hins vegar að nota […]

Gjafakort Miðborgarinnar okkar er afar vinsæl jólagjöf

Posted on: November 23rd, 2017 by Ritstjóri 49 Comments

Gjafakort Miðborgarinnar okkar verða vinsælli sem jólagjöf frá ári til árs, en þau fást í bókaverslun Máls og menningar að Laugavegi 18 og í bókaverslunum Eymundsson að Skólavörðustíg 11 og Austurstræti 18. Gefandinn ákvarðar sjálfur upphæð kortsins sem síðan er merkt inn á skreyttar umbúðir kortsins og pakkað í sérhönnuð umslög sem hægt er að […]

Gnótt jólaviðburða í miðborginni

Posted on: November 23rd, 2017 by Ritstjóri 527 Comments

Í undirbúningi er sérstök jóladagskrá í Mathöllinni á Hlemmi, við Jólatorg Hjatagarðsins, á Skólatorgi við horn Skólavörðustígs og Bankastrætis og á Ingólfstorgi þar sem skautasvell opnar skv. venju í desemberbyrjun. Auk þess verða kórar, lúðrasveitir, jólasveinar og listamenn á faraldsfæti víðsvegar um miðborgina alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni. Það verður því líf og fjör […]

Aðalfundur Miðborgarinnar okkar

Posted on: November 14th, 2017 by Ritstjóri 71 Comments

Aðalfundur Miðborgarinnar okkar verður haldinn þriðjudaginn 28.nóvember 2017 kl. 18:15 að Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. Hefðbundin aðalfundarstörf munu einkenna fundinn, s.s. flutningur ársskýrslu stjórnar, framlagning ársreikninga, kjör stjórnar og ákvörðun félagsgjalda. Að afloknum fundi verður boðíð upp á léttar veitingar og lifandi tónlist. Fundurinn er opinn öllum félögum í MIðborginni okkar.

Opnunartími á aðventunni

Posted on: November 1st, 2017 by Ritstjóri 69 Comments

Jólaopnanir verða til kl. 22:00 öll kvöld frá og með fimmtudeginum 14.desember til og með Þorláksmessu, 23. desember, en þá er opið skv. venju til kl. 23:00. Bókaverslanir, ferðamannaverslanir og ýmsar aðrar verslanir eru að jafnaði opnar til kl. 22:00 sérhvert kvöld og víst er að allmargir munu lengja opnunartíma sinn fyrr á aðventunni. Samræmdu […]

Miðborgarvaka á Airwaves n.k. fimmtudag 2.11.

Posted on: October 29th, 2017 by Ritstjóri 32 Comments

Hin árlega Miðborgarvaka á Airwaves verður að þessu sinni haldin fimmtudaginn 2.nóvember 2017. Fjölþætt off-venue dagskrá er í boði víðsvegar um miðborgina, fjöldi verslana verður opinn til kl. 21:00 – aðrar til kl. 22:00, barir, tónleika- og veitingahús mun lengur. Söngvaskáld verða á faraldsfæti og sérviðburðir um alla miðborg. Þetta er tilvalið og kærkomið tækifæri […]

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudegi Skólavörðustígs nú á laugardaginn!

Posted on: October 18th, 2017 by Ritstjóri 5 Comments

N.k. laugardag 21.október verður haldinn hátíðlegur hinn árlegi Kjötúpudagur á Skólavörðustígnum kl. 13:00 – 16:00 í samstarfi dugmikilla rekstraraðila á Skólavörðustíg, ötulla framleiðenda búvöru og valinna fyrirtækja. 1500 lítrar af lostagóðri súpu verða eldaðir af nokkrum af fremstu matreiðslumeisturum landsins og fram reiddir víða um Skólavörðustíginn. Mikill fjöldi fólks leggur jafnan leið sína á Stíginn […]

Kjötsdúpudagur laugardaginn 21.október

Posted on: October 15th, 2017 by Ritstjóri 57 Comments

Framundan er hinn árlegi Kjötsúpudagur á Skólavörðustíg, en þá verður að vanda miklu tjaldað til og þúsundum lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Potturinn og pannan í þessum árlega stórviðburði er Jóhann Jónsson meistarakokkur og athafnaskáld í Ostabúðinni, en honum til atfylgis er m.a. fjölskyldan að baki Gullsmiðju Ófeigs, Eggert feldskeri og […]

Langur laugardagur 7.október

Posted on: October 6th, 2017 by Ritstjóri 36 Comments