Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Gleðigangan nær hámarki í Hljómskálagarðinum

Posted on: August 12th, 2017 by Ritstjóri 1 Comment

Gleðiganga og skemmtanahald Hinsegin daga verður í Lækjargötu og víðar í dag, laugardaginn 12. ágúst 2017. Uppstilling göngunnar verður á Hverfigötu, milli Ingólfstrætis og Klapparstígs frá kl. 11:00. Gangan sjálf hefst kl. 14:00 og gengið er frá gatnamótum Ingólfstrætis og Hverfisgötu, niður Hverfisgötu, inn á Lækjargötu, eftir Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Bragagötu (Sóleyjargata […]

Stíg í væng á Stígnum fagra!

Posted on: July 31st, 2017 by Ritstjóri 3 Comments

Skólavörðustígurinn er af mörgum talinn vera fegursta gata landsins. Iðandi mannlíf, fallegar verslanir og veitingahús einkenna þessa götu sem tekin var vandlega í gegn fyrir 10 árum. Sú endurgerð með tilheyrandi uppgreftri, lokunum og tálmunum hvers konar olli rekstraraðilum á götunni verulegum búsifjum, en þeim mun betri Skólavörðustíg þegar upp var staðið. Í dag er […]

Veggjakot víki fyrir vegglist

Posted on: July 25th, 2017 by Ritstjóri 2 Comments

Engum dylst hversu hvimleitt veggjakrotið í miðborginni getur orðið, ef ekki næst að hreinsa það jafnóðum. Ein farsælasta vörn gegn veggjakroti fyrir utan að hreinsa það jafnóðum, er að skreyta veggi skapandi og óvenjulegri vegglist. Það er gildir nefnilega hið sama um muninn á veggjakroti og vegglist og um muninn á kroti og list: Hið […]

Munngát á heimsmælikvarða!

Posted on: July 24th, 2017 by Ritstjóri 2 Comments

Hið sõgufræga kaffihús MOKKA við Skólavõrðustíg hefur õðlast nýjan rústrauðan lit. Það lyftir ásýnd Stígsins enn frekar, en gatan er ein sú fegursta í borginni. Á Mokka býðst síðan einhver albesti kaffidrykkur sem um getur ; Sviss Mokka sem gerður er úr ekta súkkulaði, espressókaffi og þeyttum rjóma. Þar fer munngát á heimsmælikvarða!

Blíðan í bænum speglast í mannfólkinu

Posted on: July 15th, 2017 by Ritstjóri 1 Comment

Sól skín í heiði og mannfólkið streymir í bæinn. Aldrei hafa fleiri valkostir verið í boði fyrir þá sem vilja njóta veitinga eða verslunar í miðborg Reykjavíkur, ný söfn og afþreyingarmöguleikar bætast við í hverjum mánuði, enda aldrei fleiri gestir verið samankomnir á einum bletti en raun ber nú vitni í miðborg Reykjavík sumarið 2017. […]

Sörur á safni lista

Posted on: July 4th, 2017 by Ritstjóri 2 Comments

Freyjudjassinn heldur áfram í Listasafni Íslands og í dag, þriðjudag 4.júlí kl. 12:00 stíga þar á stokk þær Sara Blandon söngkona og Sara Mjöll Magnúsdóttir píanóleikari. Óhætt er að mæla með þessum tónleikum, báðar þykja Sörurnar skara fram úr, hvor á sínu sviði.

Góðu kaupin gerast enn

Posted on: June 30th, 2017 by Ritstjóri 1 Comment

Laugardagurinn 1.júlí er Langur laugardagur og þá eru verslanir jafnan opnar lengur og um þessar mundir er sumartilboð víða að finna. Mikill fjöldi erlendra gesta er í miðborginni um þessar mundir og mannlífið með fjörugasta móti.

Reykjavík Midsummer Music festival hefst í kvöld

Posted on: June 22nd, 2017 by Ritstjóri No Comments

Hin margverðlaunaða tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar hefst í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af hápunktum tónleikaársins. Þema hátíðarinnar í ár er frelsi, en hún státar af sumum af mest spennandi tónlistarmönnum klassíska heimsins. Þar ber helst að nefna fiðluvirtúósana […]

Miðborgarsjóður tekur til starfa

Posted on: June 21st, 2017 by Ritstjóri 1 Comment

Nýr Miðborgarsjóður hefur tekið til starfa og mun hann veita styrki til uppbyggilegra verkefna á vettvangi miðborgarinnar. Nánari upplýsingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is/midborgarsjodur

Hátíðarhöld í rigningunni

Posted on: June 17th, 2017 by Ritstjóri 1 Comment

Landsmenn hafa ekki látið rigninguna aftra sér frá því að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í dag, en hér ber að líta mynd úr skrúðgöngu á Fríkirkjuveginum. Mikill fjöldi var á Austurvelli á tólfta tímanum í lok guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp. […]