Aðalfundur Miðborgarinnar okkar

Posted on: November 14th, 2017 by Ritstjóri 1 Comment

Aðalfundur Miðborgarinnar okkar verður haldinn þriðjudaginn 28.nóvember 2017 kl. 18:15 að Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík. Hefðbundin aðalfundarstörf munu einkenna fundinn, s.s. flutningur ársskýrslu stjórnar, framlagning ársreikninga, kjör stjórnar og ákvörðun félagsgjalda. Að afloknum fundi verður boðíð upp á léttar veitingar og lifandi tónlist. Fundurinn er opinn öllum félögum í MIðborginni okkar.

Opnunartími á aðventunni

Posted on: November 1st, 2017 by Ritstjóri 1 Comment

Jólaopnanir verða til kl. 22:00 öll kvöld frá og með fimmtudeginum 14.desember til og með Þorláksmessu, 23. desember, en þá er opið skv. venju til kl. 23:00. Bókaverslanir, ferðamannaverslanir og ýmsar aðrar verslanir eru að jafnaði opnar til kl. 22:00 sérhvert kvöld og víst er að allmargir munu lengja opnunartíma sinn fyrr á aðventunni. Samræmdu […]

Miðborgarvaka á Airwaves n.k. fimmtudag 2.11.

Posted on: October 29th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Hin árlega Miðborgarvaka á Airwaves verður að þessu sinni haldin fimmtudaginn 2.nóvember 2017. Fjölþætt off-venue dagskrá er í boði víðsvegar um miðborgina, fjöldi verslana verður opinn til kl. 21:00 – aðrar til kl. 22:00, barir, tónleika- og veitingahús mun lengur. Söngvaskáld verða á faraldsfæti og sérviðburðir um alla miðborg. Þetta er tilvalið og kærkomið tækifæri […]

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudegi Skólavörðustígs nú á laugardaginn!

Posted on: October 18th, 2017 by Ritstjóri No Comments

N.k. laugardag 21.október verður haldinn hátíðlegur hinn árlegi Kjötúpudagur á Skólavörðustígnum kl. 13:00 – 16:00 í samstarfi dugmikilla rekstraraðila á Skólavörðustíg, ötulla framleiðenda búvöru og valinna fyrirtækja. 1500 lítrar af lostagóðri súpu verða eldaðir af nokkrum af fremstu matreiðslumeisturum landsins og fram reiddir víða um Skólavörðustíginn. Mikill fjöldi fólks leggur jafnan leið sína á Stíginn […]

Kjötsdúpudagur laugardaginn 21.október

Posted on: October 15th, 2017 by Ritstjóri 1 Comment

Framundan er hinn árlegi Kjötsúpudagur á Skólavörðustíg, en þá verður að vanda miklu tjaldað til og þúsundum lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Potturinn og pannan í þessum árlega stórviðburði er Jóhann Jónsson meistarakokkur og athafnaskáld í Ostabúðinni, en honum til atfylgis er m.a. fjölskyldan að baki Gullsmiðju Ófeigs, Eggert feldskeri og […]

Langur laugardagur 7.október

Posted on: October 6th, 2017 by Ritstjóri 1 Comment

Aldrei að segja aldrei

Posted on: September 16th, 2017 by Ritstjóri 2 Comments

Á Skólavörðustíg getur að líta myndlistarsýningu sem speglar ímyndaðan raunveruleika sem myndasmiðirnir sjálfir telja að aldrei muni raungerast.Sýningunni hefur verið komið fyrir á þartilgerðum búkkum á bílastæðum Skólavörðustígsins og mun standa til septemberloka, en þá lýkur tímabili Sumargatna sem staðið hefur frá 1.maí sl. Allir eru hvattir til að skoða umrædda sýningu og velta fyrir […]

Doktorinn í Fjallakofanum

Posted on: August 31st, 2017 by Ritstjóri 2 Comments

Einn skemmtilegasti og öflugasti varðmaður íslenskra neytenda hefur um árabil verið tónlistarmaðurinn og lífskúnstnerinn Dr. Gunni. Hann starfar nú hjá Fjallakofanum og vekur í dag athygli á 20% útsölu fyrirtækisins með frumlegum hætti á Fésbókarsíðu sinni. Neytendasamtökin ættu að leita liðsinnis Dr. Gunna og endurvekja óhefðbundna rannsóknarvinnu hans á vörum og verðlagi sem í senn […]

Löng röð í vöfflur hjá borgarstjóra

Posted on: August 19th, 2017 by Ritstjóri 1 Comment

Venju samkvæmt buðu borgarstjórahjónin Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir í vöfflukaffi en Höfuðborgarstofa sér um tíu heimilum í Þingholtunum fyrir hráefni í vöfflur í tilefni af Menningarnótt. Sumir gestgjafar bjóða uppá skemmtiatriði en aðrir láta vöfflurnar nægja. Um árabil hefur Dagur B. Eggertsson boðið heim til sín í vöfflukaffi og nýtur viðburðurinn mikilla […]

Menningardagur- og nótt

Posted on: August 18th, 2017 by Ritstjóri 4 Comments

Laugardaginn 19.ágúst brestur á með hinni árlegu Menningarnótt í Reykjavík. Menningarnóttin hefst reyndar að morgni dags og lýkur fyrir miðnætti. Maraþonhlaup Íslandsbanka setur jafnan svip sinn á daginn, miðborgin verður að mestu lokuð almennri bílaumferð og frítt er í Strætó fyrir alla. Stórtónleikar verða að venju bæði í Hljómskálagarði og við Arnarhól. Akranes er gestabær […]