Vegglistahverfi í Reykjavík?

Posted on: May 11th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Wynwood Walls er heiti á æði sérstöku hverfi í borginni Miami á Florida. Þar hefur ljótleika, gömlum, skítugum veggjum og niðurníddum húsum verið breytt í gullfallegt útilistagallerí, að nokkru sambærilegt því sem við áttum í Hjartagarðinum á Hljómalindarreit á sínum tíma. Þó vandfundnir séu í dag sambærilegir staðir fyrir útigallerí í miðborg Reykjavíkur, mætti einnig [...]

6.maí: Langur sólbjartur laugardagur framundan

Posted on: May 6th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Veðurguðirnir eru okkur hliðhollir um þessar mundir og mannlífið blómstrar í miðborginni sem aldrei fyrr. Nú er kjörið tækifæri til að ganga í bæinn og kíkja í búðir, tylla sér á veitingahús undir beru lofti og njóta blíðunnar. Líflegur fatamarkaður verður frá kl. 13:00 á Loftinu, Bankastræti 7 og myndlistarsýning Guðnýjar Rósu verður opnuð í [...]

Hjólin snúast

Posted on: May 5th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Blíða hefur einkennt borgarlífið að undanförnu og almenningur er í óða önn að dusta rykið af reiðhjólunum sínum og pumpa í dekkinn. Sérhannaða reiðhjólastíga og leiðir er nú að finna um gjörvalla borg og fátt eitt því til fyrirstöðu að taka upp bíllausan lífstíl, a.m.k. yfir sumartímann. Gaman væri að sjá aukna fjölbreytni í sjálfum [...]

Ber að ígrunda einkennisklæðin og uppfæra?

Posted on: May 3rd, 2017 by Ritstjóri No Comments

Líkt og flugfreyjur háloftanna gefa ferðamönnum jafnan forsmekkinn af smekk og þokka þeirrar þjóðar sem sótt er heim hverju sinni, gegna lögreglumenn og aðrir opinberir starfsmenn mikilvægum hlutverkum í ímyndarsköpun þjóðanna. Kynni að vera tímabært að endurhanna einkennisklæði íslenskra lögreglu – og slökkviliðsmanna? Væri val á fánalitum í sænska flugfreyjubúninga til eftirbreytni fyrir íslensk flugfélög? [...]

Heilsusamlegur ís og vítamín á Njálsgötu

Posted on: April 26th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Verslanirnar Mamma veit best og JOYLATO eru líkar og ólíkar í senn og reknar í sama húsnæði á tveimur stöðum; Laufbrekku 30, Kópavogi og svo Njálsgötu 1 en verslanirnar á Njálsgötu opnuðu síðasta sumar og hafa notið gífurlegra vinsælda. Þar er opið til 23 á kvöldin og alltaf nóg að gera. JOYLATO selur einstakan og [...]

Ricky Gervais ánægður með undirtektir í Hörpu

Posted on: April 24th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Einn áhrifamesti breski grínisti sögunnar, Ricky Gervais, kom fram fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu á sumardaginn fyrsta og svo aftur á aukasýningu daginn eftir sem uppselt var á eins og þá fyrri. Um var að ræða sýninguna Humanity, sem er fyrsta uppistandssýning Gervais í sjö ár. Óhætt er að segja að Gervais hafi slegið [...]

Ion City opnar á Laugavegi 28

Posted on: April 23rd, 2017 by Ritstjóri No Comments

Hið þekkta og vinsæla Ion hótel á Þingvöllum er að stærstum hluta í eigu hjónanna Sigurlaugar Sverrisdóttur og Halldórs Hafsteinssonar. Þau hafa nýverið lokið framkvæmdum á húsinu að Laugavegi 28 þar sem þau hafa opnað stórglæsilegt hótel sem hlotið hefur nafnið Ion City. Formlega verður opnað fyrir bókanir mánudaginn 24.apríl en undanfarna daga hefur staðið [...]

Kumiko lifir góðu lífi

Posted on: April 21st, 2017 by Ritstjóri No Comments

Te- og kaffihúsið Kumiko er staðsett úti á granda í húsi þar sem áður var Grandakaffi. En húsnæðinu var gerbreytt fyrir opnun staðarins. Mumiko opnaði síðasta haust og hefur notið mikilla vinsælda sem fara æ vaxandi. Tehúsið einkennist af japönskum Manga teiknimyndum, litadýrð og forvitnilegum veitingum. Þar er boðið uppá tuttugu mismunandi tegundir af tei, [...]

Veröld Vigdísar vígð í dag

Posted on: April 20th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hefur fengið varanlegt aðsetur í nýju húsi sem byggt hefur verið sérstaklega til að hýsa hana. Húsið hefur hlotið nafnið Veröld – Hús Vigdísar, sem var það nafn sem bar sigur úr býtum í sérstakri samkeppni um heiti hússins. Stofnuninni er ætlað að hjálpa til við að viðhalda íslenskunni, [...]

Velkomin til Noregs sýnd í Bíó Paradís

Posted on: April 18th, 2017 by Ritstjóri No Comments

Norska kvikmyndin Velkomin til Noregs hefur verið tekin til sýninga í Bíó Paradís. Um er að ræða bráðfyndna og raunsama gamanmynd um málefni innflytjenda sem varða alla heimsbyggðina um þessar mundir. Myndin fjallar um Petter Primus, fjallahótelseiganda, sem er draumóramaður sem allt virðist fara í vaskinn hjá. Til að bjarga fjárhagi fjölskyldunnar fær hann þá [...]