Listin kraumar í miðborginni

Posted on: January 15th, 2018 by Ritstjóri

Listin að lifa er margslungin. Að gefa sig listinni á vald er ein leið til að útvíkka sálarlútuna og gleyma um stund amstri hinnar líðandi stundar. Upplifun hvers konar er nú sem aldrei fyrr sífellt mikilvægari kjarni tilveru mannfólksins, ekki síst aldamótakynslóðarinnar. Efnishyggjan í hinum hefðbundna skilningi fær að lúta í lægra haldi og þessi […]

Langur laugardagur á Þrettándanum.

Posted on: January 5th, 2018 by Ritstjóri

Laugardagurinn 6.janúar er Langur laugardagur og jafnframt Þrettándinn en við hann miðast jafnan endalok jólanna. Reyndar eru allir laugardagar orðnir að Löngum laugardögum hjá vaxandi fjölda rekstraraðila og eru þar bókaverslanir og minjagripaverslanir fremstar í flokki. Fjöldi verslana auglýsir útsölur um þessar mundir eða býður upp á sértilboð af einhverjum toga. Það er jafnan líf […]

Tenórarnir þrír á Hjartatorgi og Ingólfstorgi á Þorláksmessu

Posted on: December 23rd, 2017 by Ritstjóri

Eftir nokkurt hlé snúa Tenórarnir þrír aftur í miðborgina á Þorláksmessu og bjóða upp á glæsilega hátíðardagskrá á stuttum og kraftmiklum tónleikum á Jólatorginu Hjartagrði kl. 18:00 og síðan með lengri dagskrá á Ingólfstorgi kl. 20:00. Jónas Þórir leikur undir hjá stórsöngvurunum sem eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Elmar Gilbertsson og hinn sérstaki heiðursgestur Kristján Jóhannsson.  […]

Jólatorgið opnar í Hjartagarðinum og verslanir opnar til 22:00

Posted on: December 14th, 2017 by Ritstjóri

Í dag, fimmtudaginn 14.desember kl. 16:00, mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opna Jólatorgið í Hjartagarðinum, aftan við Laugaveg 17 – 19. Kórarnir Graduale Futuri og Graduale Nobili munu syngja við athöfnina, söngkonan Elín Ey koma fram ásamt Giljagaur og fleiri skemmtikröftum. Dagurinn markar jafnframt lengdan opnunartíma verslana sem verða opnar til kl. 22:00 öll kvöld […]

Rokk og rómantík á Laugavegi

Posted on: December 13th, 2017 by Ritstjóri

Ný og glæsileg tískuverslun fyrir dömur opnaði á Laugavegi 62 fyrir skemmstu.  Verslunin heitir Rokk og rómantík og er í eigu Önnu Kristínar Magnúsdóttur sem jafnframt er eigandi verslunarinnar Kjólar og konfekt á Laugavegi 92. Rokk og rómantík blandar skemmtilega saman eggjandi tísku, snyrtivörum og undirfatnaði, gotneskum stílbrögðum, rokki, tísku og húmor. Sumpart sambærileg við […]

Langur laugardagur markar upphaf aðventunnar

Posted on: December 2nd, 2017 by Ritstjóri 1,150 Comments

Í dag, laugardaginn 2.desember, er Langur laugardagur í miðborginni, verslanir eru opnar lengur en ella og líf og fjör á hverju horni. Skautasvell Nova á Ingólfstorgi verður opið allan desembermánuð og úrvalið í verslunum miðborgarinnar hefur aldrei verið meira. Fjöldi viðburða, tónleika og skemmtiefnis af ýmsum toga er annálaður á þessum árstíma og það er […]

Árlegt skemmtikvöld sem aldrei klikkar

Posted on: November 28th, 2017 by Ritstjóri 129 Comments

Hið árvissa og sívinsæla Skemmtikvöld Kormáks og Skjaldar verður haldið í Þjóðleikhúsinu í kvöld, þriðjudaginn 28.nóvember kl. 21:00 . Vissara er þó talið að mæta nokkru fyrr því salur Þjóðleikhússins er fljótur að fyllast á þessum skondna menningarviðburði. Þeir kumpánar Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson hafa rekið hina stílhreinu Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar um áratugaskeið, […]

Föstudagur til fjár er hinn “svarti fössari” miðborgarinnar

Posted on: November 24th, 2017 by Ritstjóri 637 Comments

Kostakjaradagurinn Black Friday hefur mjög rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum. Íslenskir rekstraraðilar hafa ýmist kosið að nota enska heitið eða þýða það beint yfir í Svartan föstudag. Orð ársins 2016 varð síðan orðið “fössari” og ýmsir hafa kosið að nota Svartur fössari í ár. Miðborgin okkar kýs hins vegar að nota […]

Gjafakort Miðborgarinnar okkar er afar vinsæl jólagjöf

Posted on: November 23rd, 2017 by Ritstjóri 691 Comments

Gjafakort Miðborgarinnar okkar verða vinsælli sem jólagjöf frá ári til árs, en þau fást í bókaverslun Máls og menningar að Laugavegi 18 og í bókaverslunum Eymundsson að Skólavörðustíg 11 og Austurstræti 18. Gefandinn ákvarðar sjálfur upphæð kortsins sem síðan er merkt inn á skreyttar umbúðir kortsins og pakkað í sérhönnuð umslög sem hægt er að […]

Gnótt jólaviðburða í miðborginni

Posted on: November 23rd, 2017 by Ritstjóri 1,460 Comments

Í undirbúningi er sérstök jóladagskrá í Mathöllinni á Hlemmi, við Jólatorg Hjatagarðsins, á Skólatorgi við horn Skólavörðustígs og Bankastrætis og á Ingólfstorgi þar sem skautasvell opnar skv. venju í desemberbyrjun. Auk þess verða kórar, lúðrasveitir, jólasveinar og listamenn á faraldsfæti víðsvegar um miðborgina alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni. Það verður því líf og fjör […]