Njarðarskjöldurinn afhentur í Höfða miðvikudaginn 14.mars

Posted on: March 6th, 2018 by Ritstjóri

Hin árlega afhending Njarðarskjaldarins verður í Höfða miðvikudaginn 14.mars n.k. og hefst athöfnin. Dagur Eggertsson borgarstjóri mun afhenda skjöldinn að þessu sinni að viðstöddu fjölmenni. Af þessu tilefni koma einnig fram þekktir tónlistarmenn, m.a. bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir. Þá verða afhent verðlaun fyrir frumlega og ferska nálgun í verslun og viðskiptum og ber þau […]

Hamingjustundir í hjarta borgarinnar

Posted on: February 16th, 2018 by Ritstjóri

Föstudagar eftir vinnu eru vinsælir til að fara með vinnufélögum og vinum að lyfta sér upp. Fjölmargir staðir bjóða upp á vildarkjör milli 17:00 og 19:00 síðdegis, á svonefndum “Hamingjustundum” eða “Happy hours”. Miðborgin skartar ótal skemmtilegum stöðum, kaffihúsum, börum og veitingahúsum sem hafa “Hamingjustundir” í hávegum. Þeirra á meðal er Petersen svítan á þaki […]

Bolludegi fylgir Sprengidagur og þá Öskudagur. En hví?

Posted on: February 13th, 2018 by Ritstjóri

Bílífisdagar febrúarmánuðar eru hafnir. Rjómablíðu Bolludagsins fylgir kjötveisla sem einkennir Sprengidag og eftir það hefjast sjálf meinlætin. Öskudag ber að þessu sinni ber upp á miðvikudaginn 14.febrúar. Á páskunum er dauða og upprisu Jesú minnst. Fyrir páskahátíðina er undirbúningstími og sá tími nefnist fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Fastan hefst á Öskudegi […]

Langur laugardagur á Vetrarhátíð

Posted on: February 3rd, 2018 by Ritstjóri

Fyrsti laugardagur í febrúar blasir við okkur – Langur laugardagur. Borgin er skreytt fögrum litum og munstrum sem aldrei fyrr; Vetrarhátíð er hafin – hin mikla ljósaveisla hávetrarins. Listsýningar um alla miðborg, tónleikar og viðburðir skreyta mannlífið þessa dagana. Þetta er tími til að kynnast borginni sinni og njóta.

Nýja Sundhöllin gefur góða raun

Posted on: February 1st, 2018 by Ritstjóri

Sundhöllin opnaði á ný eftir endurbætur í desemberbyrjun og hafa vinsældir hennar farið sífellt vaxandi síðan. Hinni nýju útilaug er ætlað að létta álaginu af Vesturbæjarlaug og Laugardalslaug en ásókn í þær hefur aukist mjög á síðastliðnum árum. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að sannkölluð heilsulind hafi verið opnuð í Miðborginni sem íbúar […]

Listin kraumar í miðborginni

Posted on: January 15th, 2018 by Ritstjóri

Listin að lifa er margslungin. Að gefa sig listinni á vald er ein leið til að útvíkka sálarlútuna og gleyma um stund amstri hinnar líðandi stundar. Upplifun hvers konar er nú sem aldrei fyrr sífellt mikilvægari kjarni tilveru mannfólksins, ekki síst aldamótakynslóðarinnar. Efnishyggjan í hinum hefðbundna skilningi fær að lúta í lægra haldi og þessi […]

Langur laugardagur á Þrettándanum.

Posted on: January 5th, 2018 by Ritstjóri

Laugardagurinn 6.janúar er Langur laugardagur og jafnframt Þrettándinn en við hann miðast jafnan endalok jólanna. Reyndar eru allir laugardagar orðnir að Löngum laugardögum hjá vaxandi fjölda rekstraraðila og eru þar bókaverslanir og minjagripaverslanir fremstar í flokki. Fjöldi verslana auglýsir útsölur um þessar mundir eða býður upp á sértilboð af einhverjum toga. Það er jafnan líf […]

Tenórarnir þrír á Hjartatorgi og Ingólfstorgi á Þorláksmessu

Posted on: December 23rd, 2017 by Ritstjóri

Eftir nokkurt hlé snúa Tenórarnir þrír aftur í miðborgina á Þorláksmessu og bjóða upp á glæsilega hátíðardagskrá á stuttum og kraftmiklum tónleikum á Jólatorginu Hjartagrði kl. 18:00 og síðan með lengri dagskrá á Ingólfstorgi kl. 20:00. Jónas Þórir leikur undir hjá stórsöngvurunum sem eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Elmar Gilbertsson og hinn sérstaki heiðursgestur Kristján Jóhannsson.  […]

Jólatorgið opnar í Hjartagarðinum og verslanir opnar til 22:00

Posted on: December 14th, 2017 by Ritstjóri

Í dag, fimmtudaginn 14.desember kl. 16:00, mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opna Jólatorgið í Hjartagarðinum, aftan við Laugaveg 17 – 19. Kórarnir Graduale Futuri og Graduale Nobili munu syngja við athöfnina, söngkonan Elín Ey koma fram ásamt Giljagaur og fleiri skemmtikröftum. Dagurinn markar jafnframt lengdan opnunartíma verslana sem verða opnar til kl. 22:00 öll kvöld […]

Rokk og rómantík á Laugavegi

Posted on: December 13th, 2017 by Ritstjóri

Ný og glæsileg tískuverslun fyrir dömur opnaði á Laugavegi 62 fyrir skemmstu.  Verslunin heitir Rokk og rómantík og er í eigu Önnu Kristínar Magnúsdóttur sem jafnframt er eigandi verslunarinnar Kjólar og konfekt á Laugavegi 92. Rokk og rómantík blandar skemmtilega saman eggjandi tísku, snyrtivörum og undirfatnaði, gotneskum stílbrögðum, rokki, tísku og húmor. Sumpart sambærileg við […]