Um okkur

Posted on: March 16th, 2012 by Ritstjóri

♦ Miðborgin okkar er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni. Samstarfsaðilar Miðborgarinnar okkar eru Reykjavíkurborg, Leigufélag Íslands og fjölmargir aðilar sem vilja stuðla að eflingu miðborgarinnar sem miðstöðvar verslunar, þjónustu og menningar.

♦ Eitt helsta forgangsverkefni Miðborgarinnar okkar er að stuðla að aukinni kynningu og markaðssetningu á miðborginni sem miðstöð öflugrar verslunar, þjónustu og menningar. Mikill einhugur og eindrægni ríkir í stjórn Miðborgarinnar okkar. Þar hittast fulltrúar deildanna 8 í miðborginni á hverjum miðvikudagsmorgni, ræða áherslur og aðgerðir, leiðir til eflingar og aukinnar hagsældar í miðborgarsamfélaginu. Þá vinnur stjórn ásamt framkvæmdastjóra að því að móta framtíðarsýn sem vinna ber eftir í samstarfi við borgaryfirvöld og aðra.

♦ Stjórnarmenn leggja að auki á sig ómælda sjálfboðavinnu á ýmsum sviðum starfsins, en auk vikulegu stjórnarfundanna þarf oftlega að dreifa upplýsingum og efni, boða til deildarfunda, svara ábendingum eða fyrirspurnum innan deilda og utan, rita fundargerðir, annast bókhald og sitja samningafundi af ýmsum toga.

♦ Framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar er Jakob Frímann Magnússon, jfm@midborgin.is, sími 7 700 700.
Gott er að snúa sér til framkvæmdastjóra eða deildarstjóra með allar fyrirspurnir og ábendingar.

♦ Munum að Miðborgin okkar er félagið okkar og málsvari – inn á við og út á við. Takmarkið er að allir leggist á eitt og tali einni sterkri röddu útávið.

♦ Óskir þú sem rekstraraðili að ganga til liðs við Miðborgina okkar, vinsamlegast sendu okkur línu á: jfm@midborgin.is

Comments are closed.