Month: ágúst 2012

Skákmót á Ingólfstorgi

Skákmót verður haldið á Ingólfstorgi föstudaginn 3.ágúst kl. 16. Mótið er haldið til heiðurs Arnari Valgeirssyni sem verið hefur forseti Skákfélags Vinjar í 10 ár og kveður nú eftir farsælan feril. Mótið er öllum opið og er skákáhugafólk hvatt til að mæta og taka þátt.

Innipúkinn fagnar 10 ára afmæli

Það var árið 2002 sem nokkrir tónlistamenn tóku sig saman og efndu til innihátíðar um Verslunarmannahelgina. Þetta voru þeir Svavar Pétur Eysteinsson og Borko úr hljómsveitinni Runk ásamt Dr. Gunna , Grími Atlasyni og fleirum úr hljómsveit Dr. Gunna. Hátíðin hlaut nafnið INNIPÚKINN og hefur vaxið og dafnað frá ári til árs. Margir af fremstu… Read more »

Fjölmennasta menningarnótt allra tíma að baki

Gríðarlega vel heppnuð og fjölsótt Menningarnótt er að baki og er talið að um 120.000 manns hafi alls sótt miðborgina á ólíkum tímum laugardagsins 18.ágúst. Fjölbreytileiki uppákoma og atriða var einnig meiri en nokkru sinni fyrr. Veðurblíða var einstök og stemningin með því besta sem nokkru sinni hefur ríkt í höfuðborginni.

Haustvöruhátíð á Löngum laugardegi

Laugardagurinn 1.september er Langur laugardagur og að venju margt um að vera. Haustvöruhátíð er yfirskriftin að þessu sinni, enda vaxandi vöruúrval hjá kaupmönnum. Lifandi jazztónlist mun hljóma víða um miðborgina frá 14 – 17 enda er helgin framundan lokahelgi vel heppnaðrar Jazzhátíðar Reykjavíkur.