Laugardagurinn 1.september er Langur laugardagur og að venju margt um að vera. Haustvöruhátíð er yfirskriftin að þessu sinni, enda vaxandi vöruúrval hjá kaupmönnum. Lifandi jazztónlist mun hljóma víða um miðborgina frá 14 – 17 enda er helgin framundan lokahelgi vel heppnaðrar Jazzhátíðar Reykjavíkur.