Innipúkinn fagnar 10 ára afmæli
6 ágúst, 2012 Fréttir, ViðburðirÞað var árið 2002 sem nokkrir tónlistamenn tóku sig saman og efndu til innihátíðar um Verslunarmannahelgina. Þetta voru þeir Svavar Pétur Eysteinsson og Borko úr hljómsveitinni Runk ásamt Dr. Gunna , Grími Atlasyni og fleirum úr hljómsveit Dr. Gunna. Hátíðin hlaut nafnið INNIPÚKINN og hefur vaxið og dafnað frá ári til árs. Margir af fremstu listamönnum landsins hafa komið fram á hátíðinni, þeirra á meðal Mugison, Of Monsters and Men, Retro Stefson, Laylow, Mínus, Megas o.fl. o.fl.
Hátíðin sem haldin er í Iðnó skartar ýmsum sterkum nöfnum þetta árið, þeirra á meðal stofnendunum, Dr. Gunna, Borko, Svavari Pétri, Prince Póló, Moses Hightower, Tilbury og svo diskódúettinum Þú og ég sem seldi á sínum tíma 100.000 hljómplötur í Japan og 10.000 á Íslandi.