Rokktóber í miðborginni
15 október, 2012 Fréttir, ViðburðirOktóbermánuður er öllu jöfnu mikill tónleikamánuður, enda tugir hljómplatna íslenskra listamanna að koma á markað þessa dagana. Þá hefst hin heimsfræga tónleikahátíð Iceland Airwaves í lok Rokktóbermánaðar en hana sækja að þessu sinni á fimmta þúsund erlendra tónleikagesta.
Tugir staða hafa þegar skilgreint sig sem “off-venue” og bjóða upp á dagskrá fyrir þá fjölmörgu sem ekki kræktu sér í miða og armband í tæka tíð.
Sjá nánar á: www.icelandairwaves.is
Mynd: www.icelandairwaves.is