Eggert feldskeri

Upplýsingar

Eggert feldskeri

Verkstæði og verslun Eggerts feldskera var stofnað í Reykjavík árið 1977. Hjá Eggerti feldskera eru sérsaumaðir loðfeldir og fjölbreytt úrval af tilbúnum feldum í versluninni að Skólavörðustíg 38. Loðfeldirnir eru handunnir og mikil áhersla er lögð á að þeir séu náttúruvænir og að hráefni sé sérvalið. Vörulínur Eggerts feldskera: Ocean Leather, Born Again og Surf & Turf sýna fallega hönnun, gott handbragð og fjölbreytni í feldum. Nú fást feldir Eggerts feldskera á tveimur stöðum í heiminum, á Skólavörðustíg og í London, en Eggert feldskeri hóf nýverið samstarf við hina virtu klæðskera Anderson & Sheppard í London. Sjón er sögu ríkari og eru viðskiptavinir ávallt velkomnir.

Finna á korti

FÁ VEGVÍSUN
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki