Fjallakofinn

Upplýsingar

Fjallakofinn

Fjallakofinn er útivistarvöruverslun með vörur í háum gæðaflokki. Starfsfólk Fjallakofans býr yfir mikilli reynslu á sviði útivistar og útiveru. Hvort sem verið er að tala um stuttar eða langar gönguferðir eða stærri leiðangra þá er Fjallakofinn staðurinn til að byrja á. Við eigum, eða útvegum, allt sem þarf af útbúnaði til góðrar útivistar frá þekktum og virtum framleiðendum.
Verslanir Fjallakofans eru alls þrjár og einnig er öflug netverslun til staðar fyrir þá sem vilja versla heiman að frá eða eiga ekki heimangengt í verslanir okkar. Við sendum allt frá okkur innan 24 tíma á næsta pósthús eða póstbox og heimsending frí sé pantað fyrir 6.000 kr. eða meira.
Stærsta verslun Fjallakofans er staðsett á jarðhæð í Kringlunni 7, eða Húsi verslunarinnar. Næg bílastæði eru við norðurenda hússins.
Á Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði er nett verslun, harðpökkuð af útivistargræjum, og þar hófst saga Fjallakofans. Í versluninni fá Hafnfirðingar og nærsveitamenn allt það helsta í útivistina og náttúrlega frábæra þjónustu hjá Jóni Guðnasyni sem er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur.
Þriðja verslunin okkar er á Laugavegi 11 (við hliðina á veitingastaðnum Ítalíu og beint á móti Joe and the Juice). Þar ræður björgunarsveitakonan og fjallagarpurinn Elísabet Pálmadóttir öllu og hún ásamt Söru, sem er frá Kína og talar íslensku, ensku og eðlilega kínversku, dekra við ferðalanga sem vantar hlýrri föt og alls konar smálegt í ferðalagið ekki síður en við Íslendingana sem þangað koma.

Finna á korti

FÁ VEGVÍSUN
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki