Gló

Upplýsingar

Gló

Gló ævintýrið byrjaði á hógværum litlum hugsjónastað í Laugardal en hefur vaxið í kærleiksríkt náttúrafl á veitingamarkaði Íslendinga sem rekur þrjá veitingastaði, einn á Laugavegi, annan í Fákafeni og þann þriðja í Hæðarsmára. Með sköpunarkraft, ástríðu og ófrávíkjanlegar gæðakröfur að vopni hefur stofnendum og eigendum tekist að hafa djúp áhrif á neysluvenjur og almennt framboð af handhægri hollustu fyrir kröfuharða matargesti.
Í maí árið 2013 opnaði Gló nýjan stað á Laugavegi 20b sem á sér bæði sögu tengda heilsubyltingu Íslendinga og einnig hjá Sollu sjálfri. Í húsinu hafði Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) lengi verið til húsa en einnig var þar lengi rekinn veitingastaðurinn Á næstu grösum þar sem Solla sjálf hafði starfað snemma á ferlinum. Hún var því komin á gamlar heimaslóðir með nýja nálgun og voru viðtökurnar fram úr björtustu vonum. Sá staður er nú 100% vegan.
Ári eftir opnun á Laugavegi barst sterkur liðsauki þegar hjónin Birgir Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttir keyptu hlut í Gló. Í framhaldinu voru tveir nýir staðir opnaðir. Fyrst var Gló í Fákafeni þar sem jafnframt var sett upp glæsileg matvöruverslun og Tonic Bar sem framreiðir nærandi og hressandi drykki, en matsalan í Fákafeni var hönnuð með nýju sniði. Þar hefur frá upphafi verið boðið upp á sérsamsettar skálar að óskum hvers og eins, uppfullar af fersku grænmeti, heilnæmum próteingjöfum og ljúffengum sósum. Fljótlega eftir opnun í Fákafeni voru gestir boðnir velkomnir á nýjan stað Gló í Hæðasmára, Kópavogi, þar sem einnig hafði verið sett upp miðlægt framleiðslueldhús Gló.
Í dag eru staðirnir þrír reknir af sömu og hugsjón og ástríðu og lá í loftinu þegar Solla og Elli opnuðu dyrnar í fyrsta sinn, en nú í samstilltu átaki tvennra hjóna sem hafa það að markmiði að gera stöðugt betur og leita sífellt nýrra leiða til að uppfylla fjölbreyttar þarfir heilsumeðvitaðra Íslendinga. Öll vöruþróun, matarhönnun og nýsköpun er enn í höndum hinnar skapandi og orkumiklu Sollu sem er óþrjótandi brunnur hugmynda og kærleiks, enda er jafn líklegt að finna hana í frumlegum grænmetisútskurði, syngjandi í uppvaskinu eða í faðmlagi við nærtækan starfsmann.

Finna á korti

FÁ VEGVÍSUN
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki