Húrra Reykjavík
Húrra Reykjavík er meira en fataverslun. Húrra Reykjavík er fyrirbæri þar sem hinir ýmsu heimar mætast og sameinast. Hönnun, tónlist, sköpunargleði, listgreinar, ljósmyndun og textasmíði fá stórt pláss í hugarheimi Húrra. Húrra vill skapa vettvang fyrir fólk til að hlúa að slíkum áhugamálum.
Margir þekkja Húrra sem herrafataverslun enda opnaði verslunin eingöngu sem slík í september 2014 við Hverfisgötu 50. Það er erfitt að koma því í orð hvað aðskilur Húrra frá öðrum verslunum eða gerir hana sérstaka. Hver einasta flík í verslunum Húrra er handvalin af starfsmönnum fyrirtækisins sem gerir litlu verslanirnar á Hverfisgötu enn persónulegri. Húrra Reykjavík er rekið áfram af ástríðu og krafti.
Sá kraftur varð til þess að fyrirtækið tvöfaldaðist að stærð í ágúst 2016 með opnun kvenfataverslunar á Hverfisgötu 78. Mikill áhugi kvenna á stefnu og hugmyndafræði Húrra varð til þess að stökkið var tekið. Verslunin er spegilmynd af herraversluninni þar sem framúrstefnuleg hönnun, gæði, klassík og notagildi mætast.
BRAND LIST:
ADIDAS ORIGINALS
AIMÉ LEON DORE
ASICS / ONITSUKA TIGER
BLANCHE
CARHARTT WIP
CHAMPION
COMMON PROJECTS
DROLE DE MONSIEUR
EYTYS
FILLING PIECES
HAN KJØBENHAVN
HERON PRESTON
JASON MARKK
LIBERTINE-LIBERTINE
MADS NØRGAARD
MARIA BLACK
NIKE SPORTSWEAR
NORSE PROJECTS
PALM ANGELS
PUMA
SPORTY & RICH
SSS WORLD CORP
STONE ISLAND
STÜSSY
SUPER BY RETROSUPERFUTURE
RED WING HERITAGE
THE NORTH FACE
TOM WOOD
VANS
WON HUNDRED
WOOD WOOD