Krónan

Upplýsingar

Krónan

Hvað færðu þegar þú blandar saman lágvöruverði og ástríðu fyrir ferskleika?

Nú, Krónuverslanirnar auðvitað!
Á hverjum degi – allan ársins hring keppumst við, starfsfólk Krónunnar, við að koma réttu vöruúrvali til þín á eins ódýran hátt og mögulegt er.

Verslanir Krónunnar eru í dag 20 talsins. Við bjóðum upp á mörgþúsund vörur af alls kyns tagi; allt frá lífrænum hörfræjum til hágæða eldhúsáhalda. Hvort sem það er grænmeti frá íslenskum ökrum eða ilmandi ferskt krydd sem ferðast hefur hingað til að láta bragðlauka þína syngja, þá er úrvalið okkar ferskt og girnilegt!

Ferskleikinn í fyrirrúmi

Þrátt fyrir lágt vöruverð gefum við engan afslátt af ferskleikanum. Grænmetisdeildin býður upp á næringarríkar og ferskar vörur frá íslenskum grænmetisbændum og kjötdeildin okkar skartar ferskum úrvalsvörum. Á hverjum degi fyllum við hillurnar með nýju brauði og kökum, enda vitum við að það er ekkert sem ilmar jafn vel og nýbakað brauð.

Heilsusamlegur matur á heillandi verði

Heilsuvörur þurfa ekki að kosta heilan handlegg. Það er okkur öllum í hag að íslenskir neytendur hafi aðgengi að næringarríkum og heilsusamlegum vörum á hagstæðu verði. Þess vegna leggjum við okkur fram um að hvetja fólk til að stunda heilsusamlegan lífstíl. Það gerum við meðal annars með því að…
…hafa ekki nammi við kassana.
…bjóða þér að fylla poka með 5 ávöxtum á afslætti.
…hanna verslanirnar okkar þannig að ávextir og grænmeti taki á móti þér um leið og þú gengur inn í búðina.

www.kronan.is

Finna á korti

FÁ VEGVÍSUN
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki