Orrifinn
Orrifinn Skartgripir er skartgripamerki Orra Finnbogasonar og Helgu Gvuðrúnar Friðriksdóttur. Orri er gullsmiður og sérhæfður í demantaísetningum. Helga og Orri hanna gripina saman og smíða á verkstæðinu sem er í sama rými og verslunin.
Orrifinn Skartgripir er hönnunarteymi Orra Finnbogasonar og Helgu Gvuðrúnar Friðriksdóttur en þau leiddu hesta sína saman í byrjun árs 2012. Orri er gullsmiður og sérhæfður í demantaísetningum og hefur hannað undir nafninu Orri Finn síðan 2002.
Saman hafa Orri og Helga hannað skartgripalínurnar Akkeri (2012), Scarab (2013), Flétta (2014) og Verkfæri (2015).