Reykjavík Foto
Reykjavík Foto er ljósmynda og tæknivöruverslun staðsett að Laugavegi 51
Opnaði 9. mars 2012
Hjá Reykjavík Foto viljum við ekki aðeins bjóða upp á betra verð, heldur viljum við bjóða þér upp á nýja og betri upplifun. Við leggjum mikið upp úr góðri og persónulegri þjónustu þar sem við setjum okkar metnað í að fræða þig um þann myndavéla og tæknibúnað sem þú hefur áhuga á hverju sinni. Við höfum áralanga reynsu á þessu sviði og getum svarað ótrúlegustu spurningum. Svo endilega kíktu til okkar í kaffi og tölum um tækni á mannamáli.