Sangitamiya

,

Upplýsingar

Sangitamiya

Heimstónlist á vaxandi fylgi að fagna og í dag kynnumst við tónlistarhefðum ólíkra menningarheima sem aldrei fyrr. Hljóðfæraverslunin Sangitamiya var stofnuð til þess að svara leit fólks í þessar mismunandi tónlistarhefðir. Við bjóðum upp á mikið úrval hljóðfæra allsstaðar að úr heiminum og komum til með að bjóða upp á kynningar og kennslu á þessi hljóðfæri og fræðsluefni um hljóðfærin og þær tónlistarhefðir sem þau eru sprottin upp úr.

Aðalhvatamaðurinn að stofnun búðarinnar var hugsjóna- og listamaðurinn Sri Chinmoy (1931-2007). Hann vann alla sína ævi að framgangi friðarhugsjónarinnar meðal annars í gegnum tónlist, en á yfir 800 friðartónleikum um allan heim spilaði hann jafnan eigin tónsmíðar á mörg ólík hljóðfæri frá mismunandi menningarheimum.

Starfsmenn verslunarinnar eru flestir tónlistarmenntaðir. Sangitamiya býður því upp á tónlistarkynningar og flutning í skólum og við ýmis önnur tækifæri, sem nú þegar hafa fengið góðar undirtektir.

Finna á korti

FÁ VEGVÍSUN
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki