Sjáðu

Upplýsingar

Sjáðu

Þau stofnuðu fyrirtækið 1995 eftir að hafa árum saman átt sér þann draum að koma á fót sérverslun með gleraugu og sjónmælingar, og með uppáhaldsvörum sínum og merkjum, þar sem afslappað andrúmsloft ríkti.

Það var meðvituð ákvörðun þeirra að standa utan sölukeðja eða að opna fjölda verslana, til að geta valið inn í verslunina það besta hverju sinni, að mati eigenda, og til að geta átt persónuleg samskipti við sína viðskiptavini. Þau taka partinn „vinir“ alvarlega, enda er hefð fyrir því að fólk bindi tryggð við sinn gleraugnasala og líkt og með góð sambönd eiga báðir aðilar að stefna að því að þau endist ævina.

Í Sjáðu við Hverfisgötu mæta eigendur þér sjálfir í afgreiðslunni, enda má bóka að besta boðleiðin sé sú stysta. Það er hlutverk okkar að greina þarfi þörf þína og tryggja að ánægja þín og gagn af vörunni sé sem mest.

Finna á korti

FÁ VEGVÍSUN
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki