Thorvaldsens Bazar

Upplýsingar

Thorvaldsens Bazar

Thorvaldsensfélagið var stofnað árið 1875 af hópi vaskra kvenna í Reykjavík með það að markmiði að láta gott af sér leiða. Fyrsti bazar Thorvaldsensfélagsins var haldin 4.-5. nóvember 1876 þar sem seld voru handbrögð reykvískra kvenna og ýmsir aðkeyptir munir. Í kjölfarið voru reglulega haldnir bazarar þar sem konur komu með handunnar vörur, aðallega prjónaðar, og gáfu þær ágóðann til ýmissa málefna þar sem þörf var á fjárstuðningi en þó einkum í Barnauppeldissjóð félagsins eftir stofnun hans 1906. Í júní 1901 tók Thorvaldsensbazarinn formlega til starfa í endanlegu húsnæði að Austurstræti 4 og hefur verið rekin þar af félagskonum allar götur síðan. Frá upphafi hafa Thorvaldsenskonur staðið vaktina í bazarnum og gefið óeigingjarna vinnu sínu til góðra málefna, auk þess sem margar þeirra prjóna vörur sem seldar eru þar.

Finna á korti

FÁ VEGVÍSUN
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki