Tulipop

Upplýsingar

Tulipop

Tulipop er skemmtilegur og skapandi íslenskur ævintýraheimur nefndur eftir eyjunni Tulipop. Á eyjunni búa heillandi verur með ólíka persónuleika. Þar má t.d. finna hinn hugljúfa sveppastrák Bubble sem er mikill náttúruunnandi og systur hans Gloomy sem er hugrökk og ævintýragjarn uppfinningamaður. Þar eru líka furðuverurnar Fred, Miss Maddy, Mr. Tree og Mama Skully sem þrátt fyrir að lifi í ævintýraheimi, búa yfir mjög mannlegum kostum og göllum. Í Tulipop er kynjaímyndum ögrað og virðing við hvort annað og náttúruna höfð að leiðarljósi.

Tulipop hönnunarfyrirtækið var stofnað 2010 af tveimur góðum vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur, með það markmið að búa til skapandi og fallega vörulínu fyrir börn á öllum aldri. Signý er hönnuðurinn á bak við veröldina og Helga stýrir viðskiptahlið fyrirtækisins.

Vörulínan, sem inniheldur vandað úrval af borðbúnaði, húsbúnaði, ritföngum og fylgihlutum, hefur hlotið lof víða um heim og unnið til alþjóðlegra hönnunarverðlauna. Tulipop vörulínan er í dag seld í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 8 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop.

Finna á korti

FÁ VEGVÍSUN
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki