Vinnufatabúðin
Hvað eiga útivistarmenn, skáld, skrifstofufólk, stjórnmálamenn, iðnaðarmenn og verkafólk sameiginlegt? Jú, að sækjast eftir klassískri merkjavöru sem endist og endist, í Vinnufatabúðinni. Verslunin hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og er rómuð fyrir góða og persónulega þjónustu.
Á fyrstu árunum gátu viðskiptavinir Vinnufatabúðinnarinnar ekki einungis verslað föt, heldur einnig látið sérsauma og breyta herrabuxum. Vinnufatabúðin er í tvílyftu húsi við Laugaveg 76 og hefur verið þar í tæpa átta áratugi. Búðin hefur vaxið með borginni.
Wrangler, ID, Roberto Rotcho, JBS – er einungis hluti af klassískum vörumerkjum sem þú færð í Vinnufatabúðinni.