12 tónar 20 ára

Hljómplötu- og geisladiskaverslunin 12 tónar fagnar 20 ára starfsafmæli sínu í dag. 12 tónar byrjuðu á Grettisgötunni en fluttu sig fljótlega á Skólavörðustíginn, þar sem þeir eru enn til húsa. 12 tónar hafa líka starfað sem útgáfa og gefið út fjölda hljómplatna, þ.á.m. Við og við Ólafar Arnalds, Seríu plötur Skúla Sverrissonar og Englabörn Jóhanns Jóhannssonar sem markaði upphafið að ferli hans á erlendri grundu. Einnig hélt verslunin úti útibúi í Kaupmannahöfn um nokkurt skeið. Í tilefni af afmælinu hefur verslunin ákveðið að hefja hópsöfnun á Pledge music, meðal annars til að kosta endurútgáfu tónlistar Hilmars Arnar Hilmarssonar við Börn náttúrunnar.

Hlekkinn á söfnunina má finna hér:

http://www.pledgemusic.com/pr…/12-tonar-20-years-of-12-tonar

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.