Um okkur

Miðborgin okkar er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni. Félagsmenn eru yfir 100 talsins og standa þeir saman að ýmsum viðburðum í samstarfi við Reykjavíkurborg og fleiri aðila. Félaginu er skipt upp í 8 deildir sem hver hefur sinn deildarstjóra.

Forgangsverkefnin

Markmið félagsins er að efla heildstæða og aðlaðandi miðborg. Fjölbreytta miðborg allra, jafnt vistvænt íbúahverfi sem og miðborg verslunar, þjónustu, menningar, stjórnsýslu og mannlífs.

Stjórnarmenn

Stjórnarmenn eru fulltrúar rekstraraðila í miðborginni. Stjórnarfundir fara fram vikulega og á stjórnin einnig fulltrúa í verkefnastjórn miðborgarmála.

Félagið okkar

Við bjóðum velkomna alla rekstraraðila í miðborginni. Ef þú vilt ganga til liðs við Miðborgina okkar, vinsamlegast sendu okkur línu á [email protected] eða skráðu þig hér.

Svæðisstjórar

Miðborgin er alltaf að stækka og skiptist athafnasvæði Miðborgarinnar okkar nú í 8 svæði. Það áttunda og þar með nýjasta er Grandi og gamla höfnin þar sem mikil starfsemi í verslunar og veitingageiranum hefur byggst upp undanfarin ár.