Vaxandi fólksfjöldi og menningarlíf í miðborginni

katrín&bjarni3CintamaniZO-ONEftir gríðarlegan mannfjölda sem sótti miðborgina heim í fyrstu viku nóvember, m.a. á vel heppnaða Airwaves hátíð, má reikna með viðvarandi straumi erlendra gesta allt til áramóta.

Staðreyndin er sú að mestur vöxtur í ferðamennsku á Íslandi nú orðið er í vetrarferðamennsku.

Ekki er þó sjálfgefið að erlendir ferðamenn séu góðir viðskiptavinir verslana og fer mjög misjöfnum sögum af raunverulegum viðskiptum þeim beintengdum.

Nýverið var birt könnun sem sýndi fram á að meðaleyðsla ferðamanna sem hingað koma með skemmtiferðaskipum sé um kr. 1.500 per ferðamann, sem hljómar ótrúlega lágt.

Veitingamenn njóta hins vegar óumdeilanlega mikils ábata af þeim fjölda erlendra ferðamanna sem hingað flykkjast og er það vel.

Eftir sem áður er desembermánuður stærsti verslunarmánuður ársins, þökk sé jólagjafahefðinni sem tryggir hámarksveltu, nýjar bækur líta dagsins ljós með tilheyrandi útgáfubjóðum og sama gildir um hljómplötur og ýmsan gjafavarning annan.

Meðfylgjandi myndir eru frá Airwaves annars vegar og útgáfuhófi Bjarna Bjarnasonar rithöfundar hins vegar, eiginmanns Katrínar Júlíusdóttur, en útgáfuteiti hans var haldiðaritun í Eymundsson á Skólavörðustíg fyrir skemmstu.

 

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.