Hátíðarhöld í rigningunni

1s0nyh5gjuc5q

Landsmenn hafa ekki látið rigninguna aftra sér frá því að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í dag, en hér ber að líta mynd úr skrúðgöngu á Fríkirkjuveginum. Mikill fjöldi var á Austurvelli á tólfta tímanum í lok guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp. Fjallkonan í ár var söngkonan Þóra Einarsdóttir sem flutti ljóð.
Það er í fyrsta skipti í ár sem Höfuðborgarstofa heldur utan um hátíðardagsskránna í Reykjavík en í tilkynningu segiir að í boði verði fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt fleira.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.