38 þrep í 20 ár

Verslunin 38 þrep á Laugavegi 39 fagnar 20 ára afmæli sínu í dag miðvikudaginn 23. október. Verslunin býður gesti og gangandi velkomna í afmælisfögnuð frá kl. 17 til kl. 20 í dag. Verslunin er þekkt fyrir sérstöðu sína í skófatnaði, töskum og öðrum fylgihlutum og hefur nú í tvo áratugi séð Íslendingum fyrir því nýjasta og besta úr heimi tískunnar á því sviði. Við óskum eigendum og starfsfólki 38 þrepa til hamingju með áfangann og óskum þeim áframhaldandi velfarnaðar í miðborginni okkar.

IMG_3712_Fotor1
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.