66°North – Bankastræti

Bankastræti 5, 101 Reykjavík

Útivistarfatnaður fyrir íslenskar aðstæður

Markmið 66°NORÐUR er að búa til fatnað á fólk sem neitar að láta veðrið stjórna hvað það gerir í leik og starfi. Fatnaðurinn okkar er búinn til með það skýra markmið að takast á við íslenska náttúru og veðurfar.

Neyðin kennir naktri konu að spinna

66°Norður var stofnað árið 1926 til að mæta lífsnauðsynlegri þörf fyrir vinnufatnað fyrir sjómenn og síðar björgunarsveitafólk. Gæði, ending og notagildi eru gamalgróin gildi okkar, bæði vegna íslenskrar veðráttu, sem er krefjandi og síbreytileg, og vegna þess að í svona litlu samfélagi hafa viðskiptavinir okkar ávallt verið vinir okkar, fjölskylda og nágrannar.

Í dag framleiðum við fatnað sem gerir líf og starf mögulegt hér á hjara veraldar þar sem væri annars ekki neitt. Viðskiptahættir okkar varðveita sömuleiðis náttúruna og vernda norðurslóðir á tímum þegar umhverfið á

Kolefnisjöfnuð síðan 2019

Gæði eru umhverfismál. Það skiptir ekki máli hvort þú kaupir jakka sem brotnar niður í náttúrunni ef þú kaupir nýjan á hverju ári. Ofneysla, offramleiðsla, sóun og léleg ending plaga tískuiðnaðinn en sjálfbærni er ekki bara bóla heldur raunverulegt markmið okkar hjá 66°Norður. Með sígildri hönnun, fjölbreyttu notagildi og áherslu á endingu og gæði trúum við því að þörf viðskiptavina fyrir því að endurnýja fataskápinn sinn minnki.

Við skuldbindum okkur til þess að búa til hágæðavörur fyrir fjölbreyttar aðstæður sem standa af sér jafnvel erfiðustu veðurskilyrði

Þú ættir ekki að þurfa að kaupa nýja flík þegar þú ætlar út að hlaupa í stað þess að hjóla. Ein flík er betri en fjórar – frá sjónarhóli umhverfisins, buddunnar og fataskápsins þíns. Við viljum ekki fylla hann af allt of sérhæfðum skeljum, einangrunarlögum eða jökkum heldur ætti hver og ein flík ætti að hafa margs konar notagildi. Fötin okkar eru hönnuð með það að leiðarljósi.

Hagnýt, fjölnota hönnun

Flíkurnar okkar eru hannaðar fyrir margvíslega notkun fyrir fjölbreyttar aðstæður. Þær standa af sér jafnvel erfiðustu veðurskilyrði. Það á ekki bara við um „þrír fyrir einn“ jakka eins og Tvíodda eða fjölnota skel eins og Snæfell sem nota má í hjólreiðum, fjallgöngum, kajaksiglingum og annarri útivist, heldur er það þumalputtaregla í öllu okkar hönnunarferli. Það er okkar markmið að flíkurnar okkar endist á milli kynslóða og því gerum við engar málamiðlanir þegar kemur að efnisvali.

Við gerum þá kröfu að bæði náttúruleg efni og gerviefni séu í hæsta gæðaflokki og framleidd af heiðarleika, sanngirni og virðingu við náttúruna.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.