66° Norður í Bankastræti hlaut Njarðarskjöldinn og Upplifun hlaut Freyjusómann við hátíðlega athöfn í Hörpu í gærkvöldi, fimmtudaginn 26.febrúar. Þessar viðurkenningar eru árlega veittar þeim verslunum sem best þykja standa sig gagnvart erlendum ferðamönnum hvað varðar þjónustustig, merkingar, útstillingar og fleira.
Það var Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sem afhenti verðlaunin.
Uppistandarinn Björn Bragi fór með gamanmál, Örn Svavarsson fór yfir þróun miðborgarinnar og bræðurnir Úlfur og Halldór Eldjárn fluttu tónlist.