Stjórn Menningarnætur hefur afráðið að leggja sérstaka áherslu á viðburði tengda Hverfisgötu á Menningarnótt 23. ágúst n.k. og hefur þriðjungi svonefnds Menningarpotts Landsbanka verið ráðstafað til slíkra verkefna.
Hverfisgata var sem kunnugt er formlega opnuð 1.mars sl. eftir margra mánaða þungbæra lokun vegna framkvæmda sem reyndar skiluðu götunni fegurri en nokkru sinni fyrr.
Hægt er að sækja um á www.menningarnott.is og rennur umsóknarfrestur út 8.júní n.k.