Menningarnótt er stærsta hátíð ársins

Tugþúsundir Reykvíkinga leggja leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag, laugardaginn 23. ágúst , að njóta á sjötta hundraðmenningar- og listviðburða frá morgni til kvölds.

Dagurinn hófst með Íslandsbankamaraþoni í Lækjargötu og er það rann sitt skeið var stutt í Latabæjarhlaup yngstu kynslóðar í Hljómskálagarði.

Risasvið á Arnarhóli og í Hljómskálagarði skarta mörgum af stærstu tónlistarstjörnum landsins. Matarmarkaðir á Ingólfstorgi og Fógetagarði fara ekki á mis við tónlistaruppákomur, en þær verða á víð og dreif um alla miðborgina með sérstakri áherslu þó á Hverfisgötu þar sem Menningarmiðja Menningarnætur 2014 hefur verið komið fyrir.

Nánar um viðburði, götulokanir o.fl. á : www.menningarnott.isIMG_5963j23995_1377341559

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík