Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg

Eftir vel heppnaða Októberhátíð og Bleikan fimmtudag í miðborginni kjötsupaDSC_5571brestur á með hinum árlega stóra Kjötúsúpudegi á Skólavörðustíg n.k. laugardag 25.október. Þetta er í tólfta sinn sem kaupmenn á Skólavörðustíg sameinast um þennan skemmtilega dag sem jafnan ber upp á fyrsta vetrardag.

Alls verður boðið upp á kjötsúpu á fimm stöðum á Skóla­vörðustígn­um og það eru marg­ir af fremstu mat­reiðslu­mönn­um lands­ins sem gefa vinnu sína á þess­um degi. Líkt og venj­an hef­ur verið und­an­far­in ár mun Úlfar Ey­steins­son ausa á fyrstu disk­ana fyr­ir fanga Hegn­ing­ar­húss­ins á Skóla­vörðustíg.

 

Dag­skrá­in hefst kl. 14 og stend­ur fram til kl. 16. Boðið verður upp á fjöl­mörg skemmt­atriði víðs veg­ar um Skóla­vörðustíg, meðal ann­ars mun Stein­dór And­er­sen kvæðamaður flytja rím­ur í versl­un Eggerts feldskera. Strax að lokn­um hátíðahöld­um á Skóla­vörðustígn­um verður keppt í hrútaþukli á veit­ingastaðnum KEX við Skúla­götu.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík