Ferðamönnum fjölgar hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir

Sá gríðarlegi fjöldi erlendra ferðamanna sem nú setur svip sinn á miðborgina speglar mun örari vöxt í íslenskri ferðaþjónustu en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Svo virðist sem áhugi útlendinga á Íslandi aukist frá ári til árs, þvert á spár þeirra sem töldu að um tímabundna bólu tengda Eyjafjallajökulsgosi væri að ræða.

Fjölgun gistihúsa og ferðamannaverslana fer fyrir brjóstið á ýmsum sem líkja ástandinu við gullgrafaraæði sem leiða muni til ofvaxtar og óumflýjanlegs hruns svipað og varð í ferðaþjónustu Benidorm um árið.

Ekkert er þó enn fram komið sem bendir til neins nema frekari aukningar.

Fyrir rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur felur þetta í sér ómæld sóknarfæri, en um 95% þeirra sem sækja Ísland heim kjósa að heimsækja miðborgina.

Tourists In Iceland
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík