Steinar að rúlla á Löngum laugardegi

Margir ráku upp stór augu og eyru í sl. vikur er hinn glæsilegi ungi söngvari og lagasmiður Steinar hóf upp raust sína á miðjum Laugavegi og rúllaði þar upp hverju laginu á fætur öðru.

Um var að ræða gerð sjónvarpsauglýsingar þar sem kappinn kemur við sögu. Skemmst er frá því að segja að eindregnar og frómar óskir fjölmargra leiddu til þess að Steinar er sérstakur gestur Miðborgarinnar okkar á Löngum laugardegi 5.september og syngur m.a. á Ingólfstorgi kl. 15:00 og í Bugtinni við Sjóminjasafnið kl. 16:00.

Verslanir eru að vanda opnar lengur en ella, sumar til 17:00 en fjölmargar mun lengur.

Screen-Shot-2013-11-12-at-13.24.33Screen Shot 2015-09-05 at 14.38.57
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík