Sérlega vel heppnaður Kjötsúpudagur

Hinn árlegi Kjötsúpudagur var haldinn hátíðlegur á Skólavörðustígnum í gær. Langar raðir mynduðust við súpupottana en þar sem veður var gott tóku gestir biðinni með stakri ró. Auk borgarbúa nutu ferðamenn súpunnar og fengu um leið innsýn inní land og þjóðlega matargerð. Tugþúsundir gesta heimsóttu Skólavörðustíginn, sem er greinileg vísbending þess að dagurinn hafi fest sig rækilega í sessi sem samverustund og upplifting á mörkum hausts og vetrar og sé að sækja í sig veðrið ár frá ári. Þótt kjötsúpan hafi verið aðalnúmerið fengu gestir einnig að njóta lifandi dansatriðis frá Kramhúsinu, en Veska Jónsdóttir, Kalina Kapralova og Desislava Nikolova stigu búlgarska þjóðdansa, sem Veska kennir. Samkvæmt Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu fóru hátíðarhöldin vel fram.

 

IMG_0118 IMG_0129 IMG_0134 IMG_0121
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík