Uppistand er í miklum vexti í samfélaginu um þessar mundir og hafa einstaklingar á borð við Steinda jr. Pétur Jóhann, Jón Gnarr Mið – Ísland og fleiri átt mikinn þátt í því. Undanfarið hafa erlendir uppistandarar komið hingað til lands í auknum mæli og fyllt hvert plássið á fætur öðru.
Til að koma til móts við vaxandi eftirspurn hefur Gaukurinn verið að bjóða uppá “open mic” kvöld á mánudögum. Einu skilyrðin eru að einstaklingar tali á ensku og hefur almenningur tekið vel í þetta.
Hafir þú frá einhverju fyndnu að segja eða býrð einfaldlega við áhuga á að heyra aðra segja eitthvað fyndið, þá er tilvalið að kíkja á Gaukinn næstkomandi mánudag. Gaukurinn býður einnig uppá Happy Hour frá 17-22 svo enginn ætti að verða þyrstur á meðan gríninu stendur.
Uppistandskvöld eru sumsé haldin á Gauknum alla mánudaga frá klukkan 21:00.
Gaukurinn er einn af elstu skemmtistöðum borgarinnar og er staðsettur að Tryggvagötu 22, 101 Reykjavík. Nánari upplýsinga er hægt að leita að síma 847 2099.
Láttu sjá þig næstkomandi mánudag á Gauknum klukkan 21:00