Bergsson færir út kvíarnar

Bergsson mathús er fallegur veitingastaður á fallegum stað við Templarasund 3 í hjarta Reykjavíkurborgar sem býður upp á ákveðna sérstöðu í matargerð. Staðurinn hentar einstaklega vel fólki sem fer snemma á fætur og vill fá
“brunch” sem matreiddur er úr hágæða hráefni ásamt því að vera borinn fram með ljúffengu heimabökuðu brauði. Þetta er frábær staður til að byrja daginn á og síminn er 571 1822

Í maí 2015 opnaði Bergsson nýjan stað í húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 sem býður upp á fyrirtaks hádegisverð milli kl. 10 – 16 alla daga auk þess sem hægt er að fá staðinn leigðan fyrir veislur, fundi og aðra viðburði. Síminn þar er 571 0822.
Það afar ánægjulegt að sækja heim hið nýja og glæsta hús Sjávarklasans þar sem andi nýsköpunar svífur yfir vötnum og hægt er að njóta gómsætra veitinga með fyrirtaks útsýni yfir Reykjavíkurhöfn.

Nánari upplýsingar er að finna á : bergsson.is

IMG_8465807 (1)Screen Shot 2015-11-15 at 21.06.52
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík