Veitingastaðurinn Nauthóll nýtur sérstöðu sem fáir veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu geta státað af en hann býr að frábærri staðsetningu í nágrenni við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Veitingastaðurinn býður m.a. upp á glæsilegann brunch á sunnudögum frá kl. 11.00-17:00. Á boðstólnum er súrdeigsbrauð, hráskinka, camembert ostur, sultaðar fíkjur, amerískar pönnukökur og hágæða hlynsíróp, minimuffins, bakað egg með camembert, beikoni og graslauk, grísk jógúrt með heimalöguðu múslí, íslenskt grænmeti,ávextir, ásamt öðrum réttum. Frískandi appelsínusafi fylgir öllum brunchdiskum. Fyrir þessa kjarnagóðu máltíð er verðið 3.150 kr. og boðið er upp á barnastærð á 1.550. Mikið er lagt upp úr gæðum hráefnisins og er því allt hráefni sérvalið. Nauthóll er meðvitaður um umhverfisvernd og sjálfbærni og kaupir allt sem hægt er beint frá býli.
Hægt er að taka þægilegann sunnudags göngutúr meðfram sjónum frá Ægisíðu upp að Nauthól og fá sér góðan brunch í leiðinni.
Opið mán.-lau. frá kl. 11:00-22:00 og sun. 11:00-17:00
Staðsett að Nauthólsvegi 106
101 Reykjavík
Sími 5996660
Gsm 6607883
Netfang [email protected]