Tendon Oslóartrésins er í dag. Dagskráin er sem hér segir:
15:30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög við Oslóartréð. Stjórnandi Lárus Halldór Grímsson.
16:00 Gerður G. Bjarklind býður fólk velkomið. Dagskráin verður túlkuð á táknmáli
16:03 Söngvararnir, þau Ragnheiður Gröndal og Stefán Hilmarsson stíga á svið og syngja jólalög ásamt hljómsveit.
16:10 Khamshajiny Gunaratnam (Khamzy) varaborgarstjóri Oslóar segir nokkur orð og afhendir Reykvíkingum tréð að gjöf. Borgarstjóri, Dagur B Eggertsson tekur við trénu og segir nokkur orð og kynnir norsk-íslenskt barn sem tendrar ljósin á trénu.
16:25 Benedikt Gylfason sigurvegari í stóru upplestrarkeppni grunnskólanna flytur kvæði um jólasveininn Skyrgám.
16:30 Stefán Hilmarsson og Ragnheiður Gröndal syngja nokkur jólalög og jólasveinar mæta á svæðið.
17:00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög við jólatréð.
17:15 Formlegri dagskrá lokið.