Gjaldfrjáls miðborgarskutla á Hverfisgötu frá kl. 17:00 til 22:00 í kvöld og næstu kvöld

Í dag, fimmtudag 10.desember, hefst lengdur opnunartími verslana í miðborginni. Sú nýbreytni verður í boði frá kl. 17:00 – 22:00 í kvöld og alla helgina að gjaldfrjálsir TUK TUK vagnar munu aka upp og niður Hverfisgötu frá Lækjargötu að Snorrabraut.
Þetta er m.a. hugsað til að auðvelda fólki í verslunarhugleiðingum notkun bílastæðahúsa sem þannig verði mun auðveldara að komast til og frá.
Þannig væri auðvelt að leggja t.a.m. í bílstæðahúsinu við Vitatorg og hoppa um borð í TUK TUK niður að t.d. Klapparstíg, eða að leggja í bílastæðahúsinu Kolaporti undir Arnarhóli og skjótast með TUK TUK að Snorrabraut en um 2 mínútna gangur er milli Hverfisgötu og Laugavegar. Fjöldi nýrra og spennandi verslana er nú að finna á Hverfisgötu þó flestar séu verslanir við eina götu í borginni þar sem Laugavegur er.Screen Shot 2015-12-10 at 11.15.18_ABH4756

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík