Það gætir margra grasa á Jólamarkaðnum Fógetatorgi

Hinn árlegi Jólamarkaður Reykjavíkurborgar verður að þessu sinni í Fógetagarðinum, steinsnar frá bæði skautasvellinu á Ingólfstorgi og Oslóartrénu á Austurvelli. Markaðurinn erScreen Shot 2015-12-22 at 10.56.44 í stóru upphituðu tjaldi þar sem yfir 20 söluaðilar munu m.a. selja ýmiskonar góðgæti, skartgripi, fatnað og ýmislegt annað sem tilvalið er að lauma í jólapakka eða njóta sjálf/ur. Heimsleikafarar Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins verða einnig með til sölu sitt árlega jóladagatal auk þess sem í boði verður að stilla sér upp til myndatöku með slökkviliðsmönnum.

Komdu á jólamarkaðinn í Fógetagarði og andaðu að þér hinum sanna anda jólanna.

Markaðurinn verður opinn sem hér segir:
21.-22. desember kl. 14.00-22.00
23. desember kl. 14.00-23.00

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík