Í miðborginni er jafnan efnt til Tískuvöku á opnunardegi Hönnunarmarsins, árlega á öðrum fimmtudegi marsmánaðar.
Tískuvakan í miðborginni verður því fimmtudaginn 10 mars að þessu sinni.
Miðborgarverslanir verða þá með opið til kl. 21:00 og lengur hjá sumum. Boðið verður upp á léttar veitingar og tónlist á mörgum stöðum og sérvöru á sérkjörum hjá öðrum. Allt litrófið verður speglað og nánar kynnt í Fréttablaðinu n.k. fimmtudag. Rekstraraðilar sem vilja kynna áherslur sínar í Fréttablaðsopnu geta sent einkennismerki sitt, áherslur,kt. o.fl. á: [email protected]
Nánar verður fjallað um Tískuvökuna í net- og fjölmiðlum næstu daga.