Mánudaginn 2.maí kl. 11:00 hefst hið árlega Sumargötuverkefni.
Pósthússtræti við Kirkjustræti verður göngugata frá 1.maí til 1.október. Gatan verður opin fyrir akstur milli kl. 07:00 og 11:00 frá mánudegi til föstudags. Hafnarstræti verður göngugata að austanverðu frá Pósthússtræti en umferð heimiluð í Hafnarstræti frá Tryggvagötu.
Laugavegurinn, frá Vatnsstíg að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtstrætis, og Skólavörðustígur frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Bankastræti, verður göngugata frá 1.maí til 1.október.
Auk þessa verður neðsti hluti Bergstaðastrætis einnig gerður að göngugötu. Það er gert vegna þess að Smiðjustígur, sem er í beinu framhaldi af Bergstaðastræti, er lokaður vegna framkvæmda og því ekki hægt að komast þá leið niður á Hverfisgötu. Hliði verður bætt við á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs sem verður lokað þegar þörf krefur.
Bekkjum, blómakerum og fleiri hlutum verður komið fyrir á götunum til að skreyta þær og skapa ákjósanlegar aðstæður fyrir fólk á svæðunum. Laugavegur verður málaður í fallegum litum og unnið verður að ýmsum sumarverkefnum á göngugötusvæðum. Bifreiðastöður í sumargötum verða óheimilar eins og venja er.