Margmenni á Austurvelli í tilefni af embættistöku forsetans

18ec721a-a7be-4998-ba91-5305e681b26c

Mikill mannfjöldi var samankominn á Austurvelli í dag í tilefni embættistöku Guðna Th. Jóhannessonar. Athöfnin hófst venju samkvæmt klukkan þrjú með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög. Rúmlega hálffjögur gengu svo forsetinn og föruneyti hans til Dómkirkjunnar þar sem haldin var helgistund í um­sjá bisk­ups Íslands, frú Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur. Að henni lokinni gengu ný forsetahjón, handhafi forsetavalds, hæstaréttardómarar, þingmenn auk valinna gesta yfir í Alþingishúsið til innsetningarathafnarinnar. Þar var kjörbréf Guðna gefið út og vann hann svo drengskaparheit að stjórnarskránni. Að því loknu gekk Guðni út á svalir Alþingishússins með eiginkonu sinni Elizu Reid, þar sem hann ávarpaði mannfjöldan sem minntist fósturjarðarinnar með fjórföldu húrrahrópi. Þvínæst hélt Guðni ávarp innan úr Alþingishúsinu sem varpað var á skjá á Austurvelli við dynjandi lófatak að henni lokinni. Þá var þjóðsöngurinn fluttur að endingu. Athöfnin var látlausari en oft áður að ósk verðandi forsetahjóna. Guðni Th. Jóhanneson, sem er 48 ára, er sjötti kjörni forseti lýðveldisins og tekur við af Ólafi Ragnari Grímssyni sem var fyrst kjörinn árið 1996 og gegndi því fram til ársins í ár.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík