Blikktromman – Úlfur Úlfur

Blikktromman býður velkomna eina vinsælustu hljómsveit landsins og gesti októbermánaðar, Úlf Úlf.

Úlfur Úlfur er rappdúett sem hefur starfað síðan 2011. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa mikla reynslu af fjölbreyttum tónlistarstefnum og skilar þar sér í einstakri nálgun á rapptónlist. Innblásturinn er lífið sjálft, íslenskur veruleiki, óraunveruleiki og allt þar á milli.

Hljómsveitin hefur alla tíð hlotið mikið lof fyrir bæði frumlegar lagasmíðar og einlæga textagerð en í dag, 5 árum frá stofnun, er augljóst að úlfurinn hefur aldrei verið blóðþyrstari. Tvær Plánetur er önnur breiðskífa Úlfur Úlfur, en árið 2011 gaf sveitin út Föstudaginn langa. Platan samanstendur af 14 lögum sem spanna allann skalann og er auðséð að hljómsveitin er ófeiminn við að ögra hinum hefðbundna ramma rapptónlistar, blanda saman mismunandi hugmyndafræði og skapa eitthvað einstakt í leiðinni.

BLIKKTROMMAN Tónleikaröðin Blikktromman hefur nú sitt annað starfsár í Hörpu en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón salur í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að sitjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með góða tónlist í bakgrunninn. Ekkert vesen, bara gæði.

Tímasetning: 5. okt. kl. 20:00 – 21:30

Staðsetning: Harpa, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík